Í húseigendatryggingu höfum við sett saman nokkrar tryggingar fyrir húsaeigendur sem vernda þá fyrir öllum algengustu tjónum sem verða á húsnæði.
Brunatrygging á húseign er þó ekki innifalin þar sem eiganda húseignar ber skylda til að kaupa hana sérstaklega.
Öll þau sem eiga fasteign þurfa að brunatryggja hana, lögum samkvæmt. Þetta á við hvort sem eignin er notuð til íbúðar, fyrir atvinnustarfsemi, sem geymsla eða annað.
Það er líka skylda að brunatryggja hús í smíðum á smíðatímanum og þarf að sækja sérstaklega um það.
Eignatrygging lausafjár tryggir vélar, tæki og áhöld gegn helstu tjónum með brunatryggingu, vatnstjóns- og fokstryggingu, auk valkvæðrar innbrotstryggingar.
Víðtæk eignatrygging bætir tjón á lausafé vegna skyndilegra og ófyrirsjáanlegra utanaðkomandi atvika, hvort sem um er að ræða tækjabúnað, vélar eða önnur verðmæti.
Lausafjártrygging fyrir bændur, oft kölluð bændatrygging eða landbúnaðartrygging, er fyrst og fremst ætluð fyrir bændur með búfénað í hefðbundnum búrekstri. Tryggingin tryggir allt lausafé, en lausafé getur verið vélar, áhöld og tæki tilheyrandi búrekstrinum, fóður, þ.m.t. hey, uppskera svo og allur búfénaður.
Þú sem kaupandi tryggingarinnar sundurliðar hvaða lausafé þú ætlar að tryggja, verðmæti þess að nývirði og hvar það er staðsett.Við nýtum okkur upplýsingar úr forðagæsluskýrslum til að áætla verðmæti búfjár og fóðurs.
Rekstrarstöðvunartrygging er ætluð atvinnurekendum og fyrirtækjum. Umfang tryggingarinnar, þ.e.a.s. bótasvið hennar, bótatími og upphæðir trygginga, er mismunandi og ræðst m.a. af stærð fyrirtækis og eðli rekstrar.
Tryggingin tekur til fjárhagslegs tjóns sem tryggingartaki verður fyrir vegna samdráttar í vörusölu eða þjónustu af völdum tjóns sem leiða má til bruna (eldsvoða), vatnsflæðis innandyra og innbrotsþjófnaðar.
Aukakostnaðartrygging greiðir óhjákvæmilegan aukakostnað sem fellur til í kjölfar bótaskylds tjóns úr eignatryggingu lausafjár.
Tryggingin er seld samhliða eignatryggingu lausafjár og þarf tjón að vera bótaskylt samkvæmt skilmálum hennar, ef svo er þá er aukakostnaður sem fyrirtækið þarf að leggja í greiddur.
Tryggingin er seld samhliða rafeindatækjatryggingu og þarf tjón að vera bótaskylt samkvæmt skilmálum hennar, ef svo er þá er aukakostnaður sem fyrirtækið þarf að leggja í greiddur.
Áður en tryggingin er gefin út þarf tryggingartaki í samvinnu við Sjóvá að áætla þann aukakostnað sem getur fallið til komi til tjóns.
Það getur verið mjög kostnaðarsamt ef tjón verður á húsi sem er í smíðum, byggingarefni eða verkfærum. Þá geta þau sem eru að smíða húsið líka slasast við framkvæmdirnar.
Með húsbyggjendatryggingu tryggir þú þig fyrir algengustu tjónum sem geta orðið á húsinu, byggingarefni og verkfærum sem þar eru geymd og slysatryggir þig, fjölskyldu þína og vini, sem eru að vinna við smíðina.