Rekstrarstöðvunartrygging er ætluð atvinnurekendum og fyrirtækjum. Umfang tryggingarinnar, þ.e.a.s. bótasvið hennar, bótatími og upphæðir trygginga, er mismunandi og ræðst m.a. af stærð fyrirtækis og eðli rekstrar.
Tryggingin tekur til fjárhagslegs tjóns sem tryggingartaki verður fyrir vegna samdráttar í vörusölu eða þjónustu af völdum tjóns sem leiða má til bruna (eldsvoða), vatnsflæðis innandyra og innbrotsþjófnaðar.
Rekstrarstöðvunartrygging tryggir þig fyrir fjárhagslegu tjóni sem reksturinn þinn verður fyrir ef tekjur dragast saman vegna bruna, vatns sem flæðir úr leiðslum innan veggja hússins eða innbrota.
Hvað er tryggt? | Hvað er ekki tryggt? |
---|---|
Tryggingin greiðir bætur vegna: | Tryggingin bætir ekki: |
Tapaðrar framlegðar í kjölfar bruna, vatnstjóns og innbrots. | Rekstrartap vegna verkfalls eða verkbanns. |
Aukakostnað sem fellur til á meðan rekstrarstöðvun stendur, s.s.húsaleigu og auglýsingar | Rekstrartap ef stöðvun framlengist vegna fjármagnsskorts eða fyrirmæla hins opinbera. |
Rekstrarstöðvunartrygging er eingöngu í boði ef bruna-, þjófnaðar og vatnstjónstrygging er keypt samhliða.
Tryggingin gildir á Íslandi, á þeim stað sem tilgreindur er á vátryggingarskírteini nema um annað sé samið.
Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.
Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.
Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.
Þér er skylt að fara eftir varúðarreglum í skilmálum, t.d. að dyr, gluggar og önnur op inn á vátryggingarstað séu tryggilega læst og lyklar geymdir þannig að óviðkomandi hafi ekki aðgang að þeim.
Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:
Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.
Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.
Fyrirtækjadreifingu, þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum greiðslum.
Tryggingin gildir á þeim stað sem tilgreindur er í vátryggingarskírteininu.
Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.
Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.