Örugg sending skjala

Gagnagátt

Hér get­ur þú sent okk­ur við­kvæm skjöl í gegn­um ör­ugga gagnagátt. Með við­kvæm­um skjöl­um er átt við skjöl sem inni­halda per­sónu­upp­lýs­ing­ar eins og lækna­bréf, vott­orð, um­sókn­ir og fleira. Til þess að geta nýtt þér þessa leið þarftu að hafa gild ra­f­ræn skil­ríki í síma.

Þeg­ar þú skrá­ir þig inn í fyrsta sinn þarftu að skrá inn upp­lýs­ing­ar um síma­núm­er og net­fang og smella svo á Hlaða inn skrá og Móttökugátt í val­mynd­inni. Ef þú hef­ur áður skráð þig inn er far­ið með þig beint á Móttökugáttina, þar get­ur þú get­ur sent inn skjal­ið.

Fyrst velur þú „Sjóvá-Almennar tryggingar hf.“ sem fyrirtæki sem á að móttaka skjölin. Und­ir Mót­tak­end­ur þarf að velja hvaða mót­töku­hóp­ur á að taka á móti skjal­inu þínu. Hóp­ur­inn "Skjalamóttaka Sjóvá" tek­ur á móti öll­um papp­ír­um nema þeim sem lúta að aðgangi fasteignasala að uppflettingu brunatrygginga.