Laga­legur fyrir­vari vefsíðu Sjóvár 

Þessi vefsíða er í eigu og undir umsjón Sjóvá-Almennra trygginga hf. (hér eftir „Sjóvá“), kt. 650909-1270, Kringlan 5, 103 Reykjavík. Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir notandi eftirfarandi skilmála. 

 

1. Almennt 

Vefsíðan er fyrst og fremst ætluð til almennra upplýsinga um vörur og þjónustu Sjóvár. Þrátt fyrir að Sjóvá kappkosti að birta réttar og uppfærðar upplýsingar getur það ekki verið tryggt í öllum tilvikum. Notendum er því bent á að hafa samband við starfsfólk Sjóvár ef fólk hefur ábendingar um það sem betur má fara. 

 

2. Takmörkun ábyrgðar 

Engar upplýsingar á vefsíðunni fela í sér bindandi tilboð af hálfu Sjóvár nema annað sé tekið sérstaklega fram. Vátryggingar og önnur þjónusta Sjóvár eru háð áhættumati og sérstökum skilyrðum sem taka mið af hverjum einstaklingi. Notendum er því ráðlagt að hafa samband við viðeigandi starfsfólk fyrir frekari upplýsingar eða tilboð. 

 

3. Fjárhagsupplýsingar 

Upplýsingar um fjárhag Sjóvár, ætlaðar fjárfestum eða hluthöfum, eru veittar í upplýsingaskyni og án ábyrgðar á nákvæmni þeirra. Til að treysta á slíkar upplýsingar er mælt með að kynna sér opinberar tilkynningar Sjóvár til Kauphallar Íslands. 

 

4. Höfundarréttur og endurbirtingar 

Nema annað sé tekið fram eru allar upplýsingar á vefsíðunni eign Sjóvár. Endurbirting efnis, hvort sem er að hluta eða í heild, er óheimil nema með fyrirframgefnu samþykki Sjóvár. Brot á því kunna að leiða til lagalegra viðurlaga í samræmi við höfundalög. 

 

5. Persónuvernd 

Á ákveðnum svæðum vefsíðunnar getur notandi gefið upp persónuupplýsingar. Þessar upplýsingar eru unnar í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Upplýsingarnar eru eingöngu nýttar í lögmæltum tilgangi, og notendur geta óskað eftir afriti af upplýsingum um sig hjá Sjóvá. Hafið samband við starfsfólk Sjóvár til að nýta þennan rétt. 

 

6. Slóðir á utanaðkomandi vefsíður 

Vefsíðan getur innihaldið tengla á utanaðkomandi vefsíður. Sjóvá ber ekki ábyrgð á virkni þessara tengla eða efni á vefsíðum sem þeir vísa til. 

 

7. Lögsaga og gildissvið 

Þessi vefsíða og notkun hennar falla alfarið undir íslensk lög og íslenska dómstóla.