Starfsemi

Sjóvá er tryggingafélag sem býður upp á skaða- og líftryggingar, sem ætlað er að takmarka fjárhagsleg áhrif áfalla á einstaklinga og fyrirtæki.

Við leggjum mikinn metnað í að sinna þjónustuhlutverki okkar með framúrskarandi hætti þannig að viðskiptavinir okkar fái góða vernd sem samræmist þeirra þörfum, góða ráðgjöf sem byggir á þekkingu og snögga og fumlausa þjónustu ef þeir verða fyrir tjóni.

Sjóvá starfar samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016 og lögum um vátryggingasamstæður nr.60/2017.

Upplýsingar

Heimilsfang:

Sjóvá-Almennar tryggingar hf.

Kringlan 5, 103 Reykjavík

Smelltu hér til að sjá kort


Ef þú þarft að hafa samband við okkur:

Símanúmer á opnunartíma: +354 440 2000

Faxnúmer: +354 440 2020

Netfang: sjova@sjova.is


Neyðarsími – Aðgengilegur allan sólarhringinn

Í neyðartilvikum geturðu hringt í neyðarsímann okkar: +354 440 24 24 til að fá aðstoð.

Ef neyðartilvikið tengist slysi, innbroti eða skemmdarverkum, vinsamlegast hringdu strax í neyðarnúmerið 112.

Við leggjum áherslu á að afgreiða tjónstilkynningar hratt og vel til að lágmarka óþægindi fyrir viðskiptavini okkar. Ef tjón á sér stað er mikilvægt að gera varúðarráðstafanir til að lágmarka umfang tjónsins án þess að stofna sjálfum sér eða öðrum í hættu. Við hvetjum þig til að senda inn tjónstilkynningu eins fljótt og auðið er.