Það er lykilþáttur í starfsemi okkar að sinna upplýsingaöryggi og vernd persónuupplýsinga af krafti.
Við uppfærum stöðugt stefnu okkar og aðgerðir í þessum efnum og fylgjumst vel með þróun á áhættum og tækifærum.
Við höfum verið með vottun á upplýsingaöryggi okkar frá árinu 2014 og reglulega eru framkvæmdar úttektir á því af óháðum aðilum.
Hér getur þú sent okkur viðkvæm skjöl í gegnum örugga gagnagátt. Með viðkvæmum skjölum er átt við skjöl sem innihalda persónuupplýsingar eins og læknabréf, vottorð, umsóknir og fleira. Til þess að geta nýtt þér þessa leið þarftu að hafa gild rafræn skilríki í síma.
Sjóvá hefur sett sér reglu um meðferð upplýsinga til að tryggja að farið sé með persónuupplýsingar og aðrar upplýsingar um viðskiptavini, tjónþola og aðra hagsmunaaðila í samræmi við lög um persónuvernd, sem og önnur lög, reglur og tilmæli sem eru í gildi á hverjum tíma.
Sjóvá miðlar upplýsingunum ekki áfram til þriðja aðila nema þegar eftirlitsaðilar með starfseminni eiga rétt á að fá slíkar upplýsingar í hendur samkvæmt lögum.