Sjóvá miðlar upplýsingunum ekki áfram til þriðja aðila nema þegar eftirlitsaðilar með starfseminni eiga rétt á að fá slíkar upplýsingar í hendur samkvæmt lögum.
Þegar þú notar Sjóvá.is verða til upplýsingar um heimsóknina.
Við notum vafrakökur (e. cookies) á Sjóvá.is og þjónustuvef okkar Mitt Sjóvá til að halda utan um heimsóknir og til að geyma stillingar notenda, svo sem tungumálastillingar.
Vefurinn notar SSL-skilríki, sem tryggir að öll samskipti fari fram yfir dulkóðað burðarlag, sem eykur öryggi gagnaflutnings. SSL-skilríki koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar geti komist yfir viðkvæmar upplýsingar, eins og kennitölur og lykilorð. Með dulkóðun tryggja þau að gögn sem send eru milli notenda og vefmiðlara skili sér á réttan og öruggan hátt.
Á vefnum er hægt að senda inn ábendingar, kvartanir og hrós. Upplýsingarnar eru sendar með öruggum hætti inn í málakerfi og þaðan er erindinu komið áfram til starfsmanns sem sér um að afgreiða það. Ekki er vistað afrit af þessum upplýsingum í sjálfu vefumsjónarkerfinu.
Á vefnum er einnig hægt að tilkynna misferli eða ámælisverða háttsemi í gegnum örugga, nafnlausa samskiptagátt. Er það gert í samræmi við lög um vernd uppljóstrara.
Ef þú hefur einhverjar ábendingar eða tillögur varðandi vefinn, geturðu sent tölvupóst á vefstjori@sjova.is.
Inni á vefsíðum okkar er stundum vísað á vefi annarra stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja. Öryggi notenda sem gildir inni á vefsvæði Sjóvá gildir ekki utan þess. Sjóvá ber ekki ábyrgð á efnisinnihaldi eða áreiðanleika slíkra vefja og tilvísun þýðir heldur ekki að Sjóvá styðji eða aðhyllist eitthvað af því sem þar kemur fram.
Við leitumst eftir fremsta megni við að tryggja að allar upplýsingar á vefsvæðum okkar séu réttar. Ekki er þó alltaf hægt að ábyrgjast að svo sé og á það sama við um tilvísanir á efni utan okkar vefsvæðis.