Sjóvá hefur sett sér reglu um meðferð upplýsinga til að tryggja að farið sé með persónuupplýsingar og aðrar upplýsingar um viðskiptavini, tjónþola og aðra hagsmunaaðila í samræmi við lög um persónuvernd, sem og önnur lög, reglur og tilmæli sem eru í gildi á hverjum tíma.
Starfsfólk Sjóvár fær aðeins aðgang að þeim upplýsingum sem hver og einn þarf á að halda í starfi sínu. Aðgangsheimildir stafsfólks eru í samræmi við skilgreind hlutverk og starfssvið og er allur aðgangur rýndur reglulega.
Siðareglur Sjóvá eru grunnviðmið starfsfólks um góða viðskiptahætti og siðferði í viðskiptum og starfsemi félagsins.
Allt starfsfólk og allir aðilar sem vinna fyrir Sjóvá kynna sér og undirrita öryggishandbók og þagnar- og trúnaðaryfirlýsingu. Í yfirlýsingunni felst skuldbinding um að gæta trúnaðar og þagmælsku um hvað það sem þau verða áskynja um í starfi fyrir félagið og gildir yfirlýsingin áfram eftir starfslok.
Viðskiptavinir, tjónþolar og aðrir hagsmunaðilar eiga rétt á fá aðgang og afrit af persónuupplýsingum sínum sem vistuð eru hjá Sjóvá og höfum við innleitt ferli við afhendingu persónuupplýsinga.
Einstaklingar sem óska eftir slíkum afritum fylla út beiðni á eyðublaðinu hér fyrir neðan og tiltaka þar hvaða upplýsingum er óskað eftir.
Athugið að gögn eru ekki afhent nema með rafrænu auðkenni einstaklinga eða gegn framvísun persónuskilríkja.
Fylla út eyðublað um afhendingu persónuupplýsinga
Ef þú hefur einhverjar spurningar getur þú haft samband við persónuverndarfulltrúa á personuvernd@sjova.is
Sjóvá miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila í öðrum tilgangi en þeim sem nauðsyn krefur til að félagið geti uppfyllt skyldur sínar og samninga eða í öðrum lögmætum tilgangi.
Persónuupplýsingar kunna að vera afhentar þriðja aðila ef þess er krafist á grundvelli viðeigandi laga eða reglna, svo sem til stjórnvalda eða dómstóla.
Nánari upplýsingar varðandi miðlun má nálgast í stefnu um persónuvernd.
Hjá Sjóvá starfar persónuverndarfulltrúi sem einstaklingar geta haft samband við með öll mál sem tengjast vinnslu persónuupplýsinga þeirra og réttindi þeirra í því sambandi.
Hægt er að koma á framfæri ábendingum og hafa samband við persónuverndarfulltrúa með því að senda tölvupóst á personuvernd@sjova.is