Ábyrgðartryggingu er ætlað að mæta skaðabótakröfum sem geta fallið á þig sem atvinnurekanda eða fyrirtækið þitt ef aðrir verða fyrir tjóni vegna starfseminnar, en starfsábyrgðartryggingar bæta sérstaklega tjón sem hlýst af mistökum eða vanrækslu við framkvæmd umsaminnar þjónustu, sem veitt er af sérfræðingum í tilteknum fagstéttum.