Ef þú þarft að slysatryggja þig sérstaklega, til dæmis í vinnu eða frítíma, getur almenn slysatrygging hentað þér. Þetta á til dæmis við um þau sem stunda keppnisíþróttir eða ýmiskonar frístundaiðju sem fylgir sérstök áhætta, eins og fallhlífastökk.
Önnur eru almennt með góða vernd í slysatryggingu í frítíma, sem er innifalin í Fjölskylduvernd 2 og 3.
Ef þú ert sjálfstætt starfandi nýtur þú ekki sömu réttinda og launþegar, ef þú veikist eða slasast alvarlega. Því þarftu að skoða sjúkdóma- og slysatryggingar vel.
Sjúkra- og slysatrygging er sérstaklega hugsuð fyrir þau sem starfa sjálfstætt og er hægt að sníða hana að þörfum hvers og eins. Hún tryggir þig fyrir tekjutapi sem getur fylgt alvarlegum veikindum og slysum, hvort sem það er til lengri eða styttri tíma.
Með því að líftryggja þig tryggir þú fjárhagslegt öryggi þinna nánustu ef þú skyldir falla frá.
Ef aðrir treysta á þig eða þú ert með fjárhagslegar skuldbindingar þá mælum við með að þú kaupir líftryggingu.
Það er einfalt að sækja um líftryggingu og tekur bara um 15 mínútur að fylla út umsóknina.
Ef þú verður óvinnufær vegna alvarlegra veikinda getur því fylgt mikið tekjutap og kostnaður.
Þess vegna mælum við með að þú sjúkdómatryggir þig, svo þú getir áfram greitt mánaðarlega reikninga þótt þú verðir óvinnufær.
Það tekur aðeins um 15 mínútur að fylla út umsóknina.
Þau sem flytja til Íslands þurfa að hafa lögheimili hér á landi í sex mánuði áður en þau falla undir almannatryggingar. Þetta á bæði við um útlendinga sem hingað koma og Íslendinga sem hafa flutt lögheimili sitt til annars lands og eru að snúa aftur.
Ef þú ert í þessum sporum mælum við með að þú kaupir sjúkrakostnaðartryggingu sem auðveldar þér að brúa þetta bil. Sjúkrakostnaðartrygging innanlands gildir í sex mánuði og veitir sambærilega vernd og sjúkratryggingar.