Ef þú ert sjálfstætt starfandi nýtur þú ekki sömu réttinda og launþegar, ef þú veikist eða slasast alvarlega. Því þarftu að skoða sjúkdóma- og slysatryggingar vel.
Sjúkra- og slysatrygging er sérstaklega hugsuð fyrir þau sem starfa sjálfstætt og er hægt að sníða hana að þörfum hvers og eins. Hún tryggir þig fyrir tekjutapi sem getur fylgt alvarlegum veikindum og slysum, hvort sem það er til lengri eða styttri tíma.
Sjúkra- og slysatrygging greiðir bætur fyrir tímabundnar og varanlegrar afleiðingar slysa og sjúkdóma. Tryggingin er samsett og þú getur valið þá bótaþættir sem henta þér og þínum aðstæðum.
Hvað er tryggt? | Hvað er ekki tryggt? |
---|---|
Sjúkratrygging greiðir bætur ef sjúkdómur veldur: | Sjúkratrygging greiðir ekki bætur vegna: |
Tímabundinni óvinnufærni. | Sjúkdóma sem orsakast af notkun áfengis og deyfilyfja. |
Varanlegri læknisfræðilegri örorku sem metin er a.m.k. 25%. | |
Slysatrygging greiðir bætur ef slys veldur: | Slysatrygging greiðir ekki bætur vegna: |
Andláti. | Slysa sem verða í þátttöku í áflogum eða refsiverðum verknaði. |
Tímabundinni óvinnufærni. | Slysa sem orsakast af neyslu ávana- og fíkniefna. |
Varanlegri læknisfræðilegri örorku. |
Tryggingin greiðir ekki bætur vegna slysa- eða sjúkdóma sem eru afleiðingar ljósbaða eða lækningameðferða.
Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum.
Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.
Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.
Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.
Þér ber að fara eftir varúðarreglum í skilmálum.
Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:
Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.
Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.
Fyrirtækjadreifingu, þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum greiðslum.
Tryggingin tekur gildi við móttöku skriflegrar og fullbúinnar umsóknar frá þér, að því gefnu að hún verði samþykkt. Með skriflegri umsókn er líka átt við þegar sótt er um rafrænt.
Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.
Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.