Verðmæta hluti ætti alltaf að tryggja sérstaklega. Það á til dæmis við um dýran tómstundarbúnað eins og reiðhjól, golfbúnað og myndavélar, verðmæt málverk og skartgripi.
Þetta er vegna þess að Fjölskylduvernd tryggir suma hluti upp að ákveðnu hámarki. Þannig eru úr og skartgripir tryggðir að hámarki fyrir 5% af verðmæti innbúsins. Hámarksbætur vegna innbrota og skemmdarverka ef brotist er inn í geymslu utan íbúðar, bílskúra eða bíla er 5% af verðmæti innbús.
Ef þú átt verðmæta hluti sem eru að staðaldri geymdir utan heimilis þá þarf einnig að tryggja þá sérstaklega. Hlutir eins og málverk, tölvur, myndavélar, hljómtæki, sjónvörp og slíkt eru til dæmis ekki tryggðir fyrir innbrotum og skemmdarverkum séu þau geymd í geymslum utan íbúðar, bílskúrum eða bílum.
Þú getur alltaf haft samband við okkur til að tryggja þessa hluti, með því að hringja í 440 2000, heyra í okkur á netspjallinu eða senda tölvupóst á sjova@sjova.is.