Það er afar mikilvægt að sinna brunavörnum heimilisins vel. Dæmin sýna að hægt er að koma í veg fyrir bruna á heimilum með því að koma upp einföldum búnaði og fara reglulega yfir hann.
Þannig tryggjum við öryggi fjölskyldunnar og komum í veg fyrir tjón á heimili okkar.
Reykskynjarar eru eitt einfaldasta og áhrifaríkasta öryggistækið sem þú getur sett upp hjá þér.
Til eru tvær tegundir af reykskynjurum:
Reykskynjara á að setja sem næst miðju lofts og aldrei nær vegg eða ljósi en 30 cm. Þegar búið er að setja reykskynjarann upp þarf að kanna hvort hann virki.
Mælt er með að hafa einn reykskynjara í hverju rými hússins. Það er sérstaklega mikilvægt að hafa reykskynjara í þeim herbergjum sem verið er að hlaða raftæki, s.s. síma eða spjaldtölvur. Einnig þarf að vera reykskynjari í bílskúr og mælum við með að hann sé samtengdur við reykskynjara í íbúðinni.
Mikilvægt er að fara yfir hvort reykskynjarar heimilisins virki a.m.k. fjórum sinnum á ári. Reykskynjarar endast í um 10 ár en misjafnt er hversu oft þarf að skipta um rafhlöðu í þeim.
Það er nauðsynlegt að fjölskyldan geri áætlun um hvernig á að yfirgefa heimilið ef eldur kemur upp.
Við gerð flóttaáætlunar þarf að muna að:
Slökkvitæki til heimilisnota henta á mismunandi tegundir elds.
Slökkvitæki á að festa á vegg með tilheyrandi búnaði þannig að þægilegt sé að taka það af veggnum. Setja skal tækin upp við flóttaleið og sem næst útgöngum. Þau eiga að vera sýnileg svo allir viit hvar þau eru.
Yfirfara þarf slökkvitæki að minnsta kosti árlega en upplýsingar um viðhald og endurnýjun eiga að vera á tækinu sjálfu.
Töluverð eldhætta fylgir notkun á olíu og feiti í eldhúsum. Því er mikilvægt að hafa eldvarnateppi þar.
Eldvarnarteppi á að setja upp á sýnilegum og aðgengilegum stað í eldhúsi. Þó ekki svo nálægt eldavél að erfitt verði að ná til þess ef eldur kemur upp.
Ef eldur kemur upp: