Ef þú vilt vera með víðtækustu fjölskyldu- og heimilistrygginguna sem við bjóðum upp á þá gæti Fjölskylduvernd 3 verið fyrir þig.
Fjölskylduvernd 3 er samsett úr níu tryggingum, þar á meðal innbústryggingu, innbúskaskótryggingu, ábyrgðartryggingu og frítímaslysatryggingu. Hún er víðtækari en Fjölskylduvernd 2, meðal annars vegna þess að ábyrgðartryggingin nær yfir fleiri tjón, hámarksbætur eru hærri og eigin áhættur lægri.
Fjölskylduvernd 3 er samsett trygging fyrir innbúið og fjölskylduna þína sem innifelur innbústryggingu, ábyrgðarttryggingu, innbúskaskó, tryggingu á tómstundamunum, slysatryggingu í frítíma, tryggingu fyrir sjúkrahúslegu, greiðslukortatryggingu, réttaraðstoðartryggingu dánartryggingu gæludýra og áfallahjálp. Ferðavernd er valkvæð trygging í Fjölskylduvernd 3.
Hvað er tryggt? | Hvað er ekki tryggt? |
---|---|
Innbústrygging bætir tjón á innbúi: | Innbústrygging bætir ekki tjón vegna: |
Vegna bruna. | Bruna á því sem tilheyrir sjálfri fasteigninni, til dæmis tjón á gólfefnum, innréttingum og hurðum. |
Vegna vatns sem streymir úr leiðslum hússins. | Þjófnað úr íbúð sem skilin hefur verið eftir ólæst og mannlaus. |
Vegna innbrots, ráns eða þjófnaðar. | Vatns sem þrýstist upp úr skólpleiðslum nema það verði rakið til þess að leiðsla stíflast eða springur innanhúss. |
Ef matvæli í kæli- og frystiskápum skemmast vegna bilunar eða rafmagnsleysis. | |
Ábyrgðartrygging bætir kostnað: | Ábyrgðartrygging bætir ekki kostnað sem fellur á þig: |
Vegna skaðabótaskyldu sem getur fallið á þig samkvæmt lögum. | Vegna skaðabótaskyldu sem myndast við atvinnu þína. |
Sem þú þarft að greiða vegna tjóns sem börn þín yngri en 10 ára valda þó svo að þau teljist ekki skaðabótaskyld vegna aldurs. | Vegna tjóna á hlutum sem þú hefur á leigu eða að láni. |
Innbúskaskó bætir tjón á innbúi: | Innbúskaskó bætir ekki tjón vegna: |
Vegna skyndilegra, utanaðkomandi orsaka. | Framleiðslu- og útlitsgalla. |
Vátrygging á munum til tómstundaiðkana bætir: | Vátrygging á munum vegna tómstundaiðkana bætir ekki: |
Tjón vegna innbrota og skemmdarverka. | Þjófnað úr ólæstu geymsluhúsnæði. |
Tjón vegna skyndilegra, utanaðkomandi orsaka. | Framleiðslu- og útlitsgalla. |
Slysatrygging í frítíma greiðir bætur vegna: | Slysatrygging í frítíma greiðir ekki bætur vegna: |
Slysa sem verða í frítíma þínum. | Slysa sem verða við fjallaklifur eða köfun. |
Slysa sem verða við keppni í íþróttum þar sem almenningi gefst kostur á þátttöku án kröfu um lágmarksgetu og færni. | Slysa sem verða í vinnu eða á beinni leið á milli vinnustaðar og heimilis. |
Trygging fyrir sjúkrahúslegu greiðir bætur: | Trygging fyrir sjúkrahúslegu greiðir ekki bætur vegna: |
Ef einhver af þeim sem fellur undir trygginguna þarf að dveljast á sjúkrahúsi í meira en fimm daga samfellt vegna sjúkdóms eða slyss. | Sjúkrahúslegu vegna meðfæddra sjúkdóma og geðsjúkdóma. |
Greiðslukortatrygging greiðir bætur: | Greiðslukortatrygging bætir ekki: |
Ef greiðslukort tapast og það er misnotað með sviksamlegum hætti af óviðkomandi aðila. | Tjón sem verða þegar ekki er farið að reglum kortafyrirtækis, til dæmis ef PIN númer hefur verið geymt með kortinu. |
Réttaraðstoðartrygging greiðir málskostnað: | Réttaraðstoðartrygging greiðir ekki málskostnað: |
Vegna ágreinings í einkamáli sem rekið er fyrir almennum dómstólum á Íslandi. | Vegna sakamála. |
Vegna hjónaskilnaða, sambúðarslita og ágreinings um forræði barna og/eða umgengnisrétt. | |
Vegna mála sem varða vátryggðan sem eiganda og stjórnanda vélknúins ökutækis. | |
Dánartrygging gæludýra greiðir bætur ef: | Dánartrygging gæludýra bætir ekki: |
Gæludýr deyr af völdum sjúkdóms eða meiðsla. | Dauða dýra sem ekki er löglegt að halda á Íslandi, t.d. eðla eða snáka. |
Tjón vegna dýra sem eru orðin átta ára. | |
Áfallahjálp greiðir kostnað við: | Áfallahjálp bætir ekki: |
Sérfræðiþjónustu ef einhver af hinum tryggðu leitar sér eftir sálrænt áfall í kjölfar atburðar sem bótaskyldur úr Fjölskylduvernd 3. | Kostnað við sérfræðistuðning ef einhver af þeim sem falla undir trygginguna er ábyrgur fyrir tjóninu. |
Ferðavernd (valkvæð trygging) bætir: | Ferðavernd bætir ekki: |
Sjúkrakostnað sem fellur til erlendis vegna sjúkdóms eða slyss, til dæmis kostnað við læknishjálp og sjúkrahúsvist. | Sjúkrakostnað vegna sjúkdóma eða slysa, sem vátryggður hefur notið læknishjálpar við áður en farið var í ferð til útlanda. |
Tjón á farangri. | Tjón á farangri vegna ónógra eða lélegra umbúða. |
Kostnað sem fellur til ef vátryggður kemst ekki í fyrirhugaða ferð vegna veikinda eða slysa. | Forföll vegna veikinda sem vátryggður var haldinn og í meðferð vegna þegar staðfestingargjald var greitt. |
Tryggingin bætir ekki tjón af völdum náttúruhamfara eða tjón sem orsakast af stríði, hryðjuverkum, mengun eða viðlíka atburðum.
Innbústrygging gildir á heimili þínu, sem skráð er á vátryggingaskírteinið.
Ábyrgðatrygging gildir á Íslandi og á ferðalagi erlendis í allt að þrjá mánuði.
Slysatrygging í frítíma og Trygging vegna sjúkrahúslegu gilda hvar sem er í heiminum.
Greiðslukortatrygging gildir á Íslandi og á ferðalögum erlendis.
Réttaraðstoðartrygging gildir á Norðurlöndunum og á ferðalögum utan Norðurlanda þegar ágreiningurinn varðar vátryggðan sem ferðamann.
Vátrygging á munum til tómstundaiðkana og Dánartrygging gæludýra gilda á Íslandi.
Ferðatrygging gildir á ferðalagi erlendis í allt að 92 samfellda daga frá upphafi ferðar og aftur til Íslands.
Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.
Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.
Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.
Þér er skylt að fara eftir varúðarreglum í skilmálum, t.d. að dyr, gluggar og önnur op inn á vátryggingarstað séu tryggilega læst og lyklar geymdir þannig að óviðkomandi hafi ekki aðgang að þeim.
Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:
Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.
Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.
Tryggingin tekur gildi frá samþykkt tilboðs og endurnýjast árlega þar til henni er sagt upp.
Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.
Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.