Tryggðu fjárhagslegt öryggi þinna nánustu

Líf­trygging

Með því að líftryggja þig tryggir þú fjárhagslegt öryggi þinna nánustu ef þú skyldir falla frá.

Ef aðrir treysta á þig eða þú ert með fjárhagslegar skuldbindingar þá mælum við með að þú kaupir líftryggingu.

Það er einfalt að sækja um líftryggingu og tekur bara um 15 mínútur að fylla út umsóknina.

Spurt og svarað

Líftrygging

Hvers konar trygging er þetta?

Líftrygging er hugsuð fyrir þá sem hafa fyrir öðrum að sjá eða eru með fjárhagslegar skuldbindingar. Hún greiðir bætur til rétthafa sem líftryggður hefur tilnefnt, ef hann fellur frá á gildistíma tryggingarinnar. 

Sækja skilmála
Hvað er tryggt?
Hvað er ekki tryggt?
Tryggingin greiðir bætur vegna:Tryggingin greiðir ekki bætur vegna:

Andláts þess sem tryggður er.

Sjálfsvígs vátryggðs innan árs frá því að tryggingin tók gildi.

Andláts barna, stjúp- og fósturbarna sem eru yngri en 18 ára.

Andláts barna, stjúp- eða fósturbarna 18 ára og eldri.

Eru einhverjar takmarkanir á því sem tryggingin nær yfir?

  • Tryggingin tekur ekki til stjúp- og stjúpbarna vátryggðs sem eiga annað lögheimili en hann.

Hvar gildir tryggingin?

  • Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum.

Hvaða skyldur hef ég?

  • Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.

  • Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.

  • Þér ber að fara eftir varúðarreglum í skilmálum.

Hvenær og hvernig greiði ég iðgjaldið?

Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:

  • Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.

  • Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.

  • Fyrirtækjadreifingu, þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum greiðslum.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

  • Tryggingin tekur gildi við móttöku skriflegrar og fullbúinnar umsóknar frá þér, að því gefnu að hún verði samþykkt. Með skriflegri umsókn er líka átt við þegar sótt er um rafrænt.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

  • Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.

  • Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift og gildir hún strax við móttöku.