Ef þú verður óvinnufær vegna alvarlegra veikinda getur því fylgt mikið tekjutap og kostnaður.

Þess vegna mælum við með að þú sjúkdómatryggir þig, svo þú getir áfram greitt mánaðarlega reikninga þótt þú verðir óvinnufær.

Það tekur aðeins um 15 mínútur að fylla út umsóknina.

Spurt og svarað

Sjúkdómatrygging

Hvers konar trygging er þetta?

Sjúkdómatrygging greiðir bætur ef þú greinist með einhvern af þeim sjúkdómum sem tryggingin tekur til. 25 sjúkdómar eða tilfelli falla undir trygginguna og er þeim skipt upp í fimm flokka. Ef bætur eru greiddar úr einum flokki fellur sá flokkur úr tryggingunni en hinir gilda áfram. Börn vátryggðs frá 3ja mánaða til 18 ára falla einnig undir trygginguna. Ýmist eru greiddar fullar bætur sem nema allri vátryggingarfjárhæðinni eða hlutabætur, sem jafngilda 25% vátryggingarfjárhæðarinnar. Fullar bætur vegna barna eru 50% af vátryggingarfjárhæð og hlutabætur barna eru 25% af þeim.

Sækja skilmála
Hvað er tryggt?
Hvað er ekki tryggt?
Krabbamein
Tryggingin greiðir fullar bætur vegna:Tryggingin greiðir ekki bætur vegna:

Krabbameins.

Forstigs illkynja æxlis sem ekki er ífarandi. (Sjá þó hlutabætur).

Beinmergsflutnings.

Beinmergsflutnings ef önnur lækning er möguleg.

Tryggingin greiðir hlutabætur vegna:Tryggingin greiðir ekki hlutabætur vegna:

Tiltekinna krabbameina af lægri gráðum.

Annarra krabbameina af lægri gráðum en upptalin eru í skilmálum.

Hjarta- og æðasjúkdómar
Tryggingin greiðir fullar bætur vegna:Tryggingin greiðir ekki bætur vegna:

Hjartaáfalls.

Hjartaáfalls innan 14 daga frá kransæðavíkkun.

Kransæðahjáveituaðgerðar.

Kransæðavíkkunar.

Hjartalokuaðgerðar.

Klemmuviðgerðar á mítralloku í gegnum æðaþræðingu.

Skurðaðgerðar á ósæð.

Ósæðaaðgerðar í kjölfar slyss.

Heilablóðfalls sem sýnir einkenni eftir þrjá mánuði.

Heilablóðfalls ef einkenni vara skemur en þrjá mánuði. (Sjá þó hlutabætur).

Lokastigs nýrnasjúkdóms.

Afturkræfrar nýrnabilunar.

Hjarta- og nýrnaígræðslu.

Hjarta- og nýrnaígræðslu ef önnur lækning er möguleg.

Tryggingin greiðir hlutabætur vegna:Tryggingin greiðir ekki hlutabætur vegna:

Heilablóðfalls ef einkenni hafa varað í einn mánuð.

Heilablóðfalla með vægari einkenni.

Tauga- og hrörnunarsjúkdómar
Tryggingin greiðir bætur vegna:Tryggingin greiðir ekki bætur vegna:

Alvarlegra höfuðáverka.

Höfuðáverka vegna sjálfsskaða.

Góðkynja heilaæxlis.

Æxla í heiladingli.

MS sjúkdóms.

Óstaðfestra vísbendinga um MS.

MND sjúkdóms.

Heilkenni eftir mænusótt.

Alzheimerssjúkdóms fyrir 60 ára aldur.

Vitglapa vegna geðsjúkdóma.

Lömunar tveggja útlima.

Lömunar eins útlims.

Dauðadás (Coma).

Meðvitundarleysis vegna sjálfsskaða.

Varanlegs málmissis.

Málmissis vegna sálrænna kvilla.

Óafturkræfs missis sjónar.

Sjónmissis sem mælist minni en 30/60. (Sjá þó hlutabætur)

Óafturkræfs og varanlegs heyrnaleysis.

Tímabundins heyrnaleysis.

Tryggingin greiðir hlutabætur vegna:Tryggingin greiðir ekki hlutabætur vegna:

Alvarlegrar sjónskerðingar þar sem sjónsvið mælist 6/60 eða minna.

Sjónskerðingar þar sem sjónsvið mælist meira en 6/60.

Sértækir atburðir
Tryggingin greiðir bætur vegna:Tryggingin greiðir ekki bætur vegna:

Líffæraflutnings, t.d. ígræðslu lifrar, lungna, handar eða fótar.

Líffæraflutninga ef önnur lækning er möguleg.

Þriðja stigs bruna.

Brunasára af völdum sjálfsskaða.

Missis tveggja útlima.

Útlimamissis vegna sjálfsskaða.

Tryggingin greiðir hlutabætur vegna: Tryggingin greiðir ekki hlutabætur vegna:

Missis eins útlims.

Missis eins útlims af völdum sjálfsskaða.

Sýkingar
Tryggingin greiðir bætur vegna:Tryggingin greiðir ekki bætur vegna:

Heilahimnubólgu af völdum bakteríusýkingar.

Heilahimnubólgu af öðrum völdum en bakteríusýkingu.

Eyðniveirusmits af völdum blóðgjafar.

Eyðniveirusmits vegna eiturlyfjanotkunar.

Eyðniveirusmits vegna starfs á Íslandi, innan EES, í Sviss og Bretlandi.

Eyðniveirusmits í starfi utan þeirra landa sem tilgreind eru í dálkinum til vinstri.

Eyðniveirusmits vegna árásar.

Eyðniveirusmits vegna árásar utan Íslands.

Eru einhverjar takmarkanir á því sem tryggingin nær yfir?

  • Það er skilyrði að vátryggður lifi í a.m.k. þrjátíu daga frá því vátryggingaratburður var staðfestur.

  • Tryggingin nær ekki til krabbameina og MS sjúkdóms sem greinast innan 30 daga frá því að tryggingin tók gildi.

Hvar gildir tryggingin?

  • Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum nema annað sé tekið fram um einstaka bótaþætti.

Hvaða skyldur hef ég?

  • Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.

  • Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.

  • Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.

  • Þér ber að fara eftir varúðarreglum í skilmálum.

Hvenær og hvernig greiði ég iðgjaldið?

Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:

  • Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.

  • Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.

  • Fyrirtækjadreifingu, þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum greiðslum.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

  • Tryggingin tekur gildi við móttöku skriflegrar og fullbúinnar umsóknar frá þér, að því gefnu að hún verði samþykkt. Með skriflegri umsókn er líka átt við þegar sótt er um rafrænt.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

  • Einstaklingar og fyrirtæki, með færri en fimm stöðugildi, geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því að uppsögnin berst til okkar. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.

  • Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift og gildir hún strax við móttöku.