Það þarf að tryggja öll skráningarskyld ökutæki með lögboðinni ökutækjatryggingu. Hún innifelur ábyrgðartryggingu og slysatrygging ökumanns og eiganda.
Með ökutækjatryggingu ertu því fyrst og fremst að tryggja þig og aðra fyrir því tjóni sem þú gætir valdið í umferðinni. Þú getur líka valið að taka bílrúðutryggingu með.
Ef bíllinn þinn skemmist í umferðaróhappi getur kostað sitt að láta gera við hann.
Það skiptir því máli að vera með góða kaskótryggingu á bílnum þannig að hann sé tryggður fyrir skemmdum sem hann getur orðið fyrir.
Hálfkaskótrygging ökutækja getur til dæmis hentað fyrir dráttarvélar sem notaðar eru við landbúnaðarstörf.
Hún bætir meðal annars tjón sem verður vegna veltu á dráttarvélum í landbúnaði og þeim landbúnaðartækjum sem eru fasttengd henni.
Aksturstrygging vinnuvéla bætir ábyrgðartjón sem vinnuvél kann að valda þriðja aðila þegar henni er ekið í almennri umferð.
Brunatrygging ökutækis getur til dæmis hentað fyrir fornbíla, húsbíla eða önnur ökutæki sem eru í geymslu stærstan hluta ársins og í lítilli notkun.
Brunatrygging tryggir ökutækið fyrir tjóni sem verður af völdum eldsvoða, s.s. bruna, sprengingar sem stafar af eldsvoða eða eldingar, hvort sem það er í geymslu eða við akstur.