Bruna­trygging öku­tækis

Brunatrygging ökutækis getur til dæmis hentað fyrir fornbíla, húsbíla eða önnur ökutæki sem eru í geymslu stærstan hluta ársins og í lítilli notkun.

Brunatrygging tryggir ökutækið fyrir tjóni sem verður af völdum eldsvoða, s.s. bruna, sprengingar sem stafar af eldsvoða eða eldingar, hvort sem það er í geymslu eða við akstur.

Upplýsingar um trygginguna

Hvers konar trygging er þetta?

Brunatrygging ökutækis bætir tjón á ökutækjum af völdum eldsvoða.

Sækja skilmála
Hvað er tryggt?
Hvað er ekki tryggt?
Tryggingin bætir tjón af völdum: Tryggingin bætir ekki tjón af völdum:

Bruna.

Umferðaróhappa.

Sprengingar sem stafar af eldsvoða.

Skemmdarverka

Eldingar.

Óveðurs

Eru einhverjar takmarkanir á því sem tryggingin nær yfir?

  • Tryggingin bætir ekki tjón af öðrum orsökum en eldvoða, sprengingar og eldingar.

Hvar gildir tryggingin?

  • Tryggingin gildir á Íslandi. Ef um árstryggingu er að ræða gildir hún líka á ferðalagi í Evrópu í allt að 90 daga og í nauðsynlegum flutningi á milli landa.

Hvaða skyldur hef ég?

  • Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.

  • Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.

  • Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.

  • Þér er skylt að fara eftir varúðarreglum í skilmálum, t.d.

Hvenær og hvernig greiði ég iðgjaldið?

Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:

  • Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.

  • Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.

  • Fyrirtækjadreifingu, þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum greiðslum

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

  • Tryggingin tekur gildi frá samþykkt tilboðs og endurnýjast árlega þar til henni er sagt upp.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

  • Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.

  • Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.