Vernd fyrir vélar, búfé og uppskeru

Lausa­fjár­trygging fyrir bændur

Lausafjártrygging fyrir bændur, oft kölluð bændatrygging eða landbúnaðartrygging, er fyrst og fremst ætluð fyrir bændur með búfénað í hefðbundnum búrekstri. Tryggingin tryggir allt lausafé, en lausafé getur verið vélar, áhöld og tæki tilheyrandi búrekstrinum, fóður, þ.m.t. hey, uppskera svo og allur búfénaður.

Þú sem kaupandi tryggingarinnar sundurliðar hvaða lausafé þú ætlar að tryggja, verðmæti þess að nývirði og hvar það er staðsett.Við nýtum okkur upplýsingar úr forðagæsluskýrslum til að áætla verðmæti búfjár og fóðurs.

Upplýsingar um trygginguna

Hvers konar trygging er þetta?

Lausafjártrygging fyrir bændur sem tryggir lausafé, fóður og bústofn sem tilheyrir búrekstri.

Sækja skilmála
Hvað er tryggt?
Hvað er ekki tryggt?
Tryggingin bætir tjón vegna:Tryggingin greiðir ekki bætur vegna:

Bruna, eldingar eða sprengingar.

Rekstrartaps eða annars óbeins tjóns.

Raflosts sem drepur búfénað.

Brunatjóns á lausafé sem fellur undir brunatryggingu fasteigna.

Umferðaróhapps sem veldur því að nautgripir eða sauðfé drepast og tjónið fæst ekki bætt af hálfu þess sem olli tjóninu eða úr ábyrgðartryggingu ökutækja.

Tjóns á raftækjum og rafeindatækjum af völdum skammhlaups.

Eru einhverjar takmarkanir á því sem tryggingin nær yfir?

  • Tryggingin bætir ekki tjón af völdum náttúruhamfara.

Hvar gildir tryggingin?

  • Tryggingin gildir á þeim stað sem tilgreindur er í vátryggingaskírteini.

Hvaða skyldur hef ég?

  • Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.

  • Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.

  • Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.

  • Þér er skylt að fara eftir varúðarreglum í skilmálum um að það beri að gæta að hitamyndun og sjálfsíkveikju við hirðingu og geymslu fóðurs.

Hvenær og hvernig greiði ég iðgjaldið?

Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:

  • Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.

  • Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.

  • Fyrirtækjadreifingu, þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum greiðslum.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

  • Tryggingin tekur gildi frá samþykkt tilboðs og endurnýjast árlega þar til henni er sagt upp.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

  • Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.

  • Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.