Mættu aukakostnaði eftir tjón

Auka­kostnaðar­trygging

Aukakostnaðartrygging greiðir óhjákvæmilegan aukakostnað sem fellur til í kjölfar bótaskylds tjóns úr eignatryggingu lausafjár.

Tryggingin er seld samhliða eignatryggingu lausafjár og þarf tjón að vera bótaskylt samkvæmt skilmálum hennar, ef svo er þá er aukakostnaður sem fyrirtækið þarf að leggja í greiddur.

Upplýsingar um trygginguna

Hvers konar trygging er þetta?

Aukakostnaðartrygging greiðir óhjákvæmilegan aukakostnað sem fellur til í kjölfar bótaskylds tjóns úr eignatryggingu lausafjár.

Sækja skilmála
Hvað er tryggt?
Hvað er ekki tryggt?
Tryggingin bætir:Tryggingin bætir ekki:

Kostnað sem fellur til ef flytja þarf starfsemi fyrirtækisins í bráðabirgðahúsnæði í kjölfar bruna-, vatnstjóna og innbrota.

Aukakostnaðartrygging bætir ekki tapaða framlegð í kjölfar rekstrarstöðvunar.

Eru einhverjar takmarkanir á því sem tryggingin nær yfir?

  • Tryggingin tekur ekki til aukakostnaðar sem er tilkominn vegna verkfalls, verkbanns, vélabilunar eða þess að töf verður á því að hefja reksturinn aftur sökum fjármagnsskorts, endurbóta, stækkunar, fyrirmæla hins opinbera eða þess háttar.

Hvar gildir tryggingin?

  • Aukakostnaðartrygging gildir á þeim vátryggingarstað sem tilgreindur er á skírteini.

Hvaða skyldur hef ég?

  • Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.

  • Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.

  • Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.

  • Þér er skylt að fara eftir varúðarreglum í skilmálum.

Hvenær og hvernig greiði ég iðgjaldið?

Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:

  • Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.

  • Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.

  • Fyrirtækjadreifingu, þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum greiðslum.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

  • Tryggingin tekur gildi frá samþykkt tilboðs og endurnýjast árlega þar til henni er sagt upp.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

  • Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.

  • Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.