Trygging fyrir hús í smíðum

Hús­byggjenda­trygging

Það getur verið mjög kostnaðarsamt ef tjón verður á húsi sem er í smíðum, byggingarefni eða verkfærum. Þá geta þau sem eru að smíða húsið líka slasast við framkvæmdirnar.

Með húsbyggjendatryggingu tryggir þú þig fyrir algengustu tjónum sem geta orðið á húsinu, byggingarefni og verkfærum sem þar eru geymd og slysatryggir þig, fjölskyldu þína og vini, sem eru að vinna við smíðina.

Spurt og svarað

Upplýsingar um trygginguna

Hvers konar trygging er þetta?

Húsbyggjendatrygging er samsett trygging fyrir hús í smíðum og er tekin er til viðbótar við brunatryggingu, sem þarf lögum samkvæmt að kaupa fyrir hús í smíðum. Húsbyggjendatrygging bætir tjón á húseigninni, hluta hennar, sem og tjón á byggingarefni sem er komið í hús á byggingarstað, verkfærum, vinnupöllum og vinnuskúrum í umsjón vátryggðs. Húsbyggjendatrygging innifelur líka slysatryggingu fyrir þig, fjölskyldu þína, vini og vandamenn sem eru að hjálpa til við húsið.

Sækja skilmála
Hvað er tryggt?
Hvað er ekki tryggt?
Húsbyggjendatrygging bætir tjón:Húsbyggjendatrygging bætir ekki tjón vegna:

Af völdum skyndilegs og ófyrirsjáanlegs leka úr leiðslum hússins.

Skemmda af völdum vatns sem á upptök utan veggja hússins.

Vegna hruns eða sigs.

Hruns eða sigs sem orsakast ekki af skyndilegu og ófyrirsjáanlegu atviki.

Af völdum óveðurs.

Tjóns af völdum óveðurs ef vindhraði nær ekki 28,5 metrum á sekúndu.

Vegna innbrots, þjófnaðar og skemmdarverka.

Tjóns af völdum þjófnaðar úr ólæstum hirslum.

Ef gler í gluggum hússins brotnar.

Brot á gleri sem ekki hefur verið komið fyrir á endanlegum stað.

Af völdum skyndilegs og ófyrirsjánalegs sótfalls.

Slysatrygging greiðir bætur:

Vegna slysa sem vátryggður, fjölskylda hans eða aðrir sem eru við störf í húseigninni verða fyrir.

Eru einhverjar takmarkanir á því sem tryggingin nær yfir?

  • Tryggingin bætir ekki tjón á byggingarefni, verkfærum, vinnupöllum og vinnuskúrum sem ekki eru tiltekin á vátryggingarskírteini.

Hvar gildir tryggingin?

  • Tryggingin gildir á þeim stað sem tilgreindur er í vátryggingaskírteini.

Hvaða skyldur hef ég?

  • Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.

  • Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.

  • Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.

  • Þér er skylt að fara eftir varúðarreglum í skilmálum.

Hvenær og hvernig greiði ég iðgjaldið?

Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:

  • Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.

  • Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.

  • Fyrirtækjadreifingu, þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum greiðslum.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

  • Tryggingin tekur gildi frá samþykkt tilboðs og endurnýjast árlega þar til henni er sagt upp.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

  • Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.

  • Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.