• Ef upp koma alvarleg veikindi eða slys á ferðalagi erlendis ráðleggjum við þér að hafa strax samband við SOS neyðarþjónustu í síma 0045 70 10 50 50
• Ef þú þarft að leita til sjúkrastofnunar vegna alvarlegs slyss eða veikinda erlendis þarf viðkomandi sjúkrastofnun að fá staðfest að þú sért með ferðatryggingu. SOS International s. 0045 70 10 50 50 getur staðfest ferðatrygginguna þína og ef þú ert á ferðalagi innan Evrópu getur þú framvísað Evrópska sjúkratryggingakortinu en það gildir aðeins innan opinbera sjúkratryggingakerfis EES.
• Í minniháttar tilvikum þar sem ekki er þörf á sjúkrahúsvist greiðir þú útlagðan kostnað og skilar svo kvittunum til okkar þegar heim er komið.
• Mikilvægt er að halda vel utan um öll ferðagögn eins og farseðla, kvittanir, læknisvottorð frá erlendum meðferðaraðila og önnur gögn sem tengjast atvikinu.
• Tilkynntu atvikið svo til okkar við fyrsta tækifæri eða þegar heim er komið. Tilkynna veikindi eða slys erlendis.
Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja með tjónstilkynningunni:
• Flugmiði eða ferðagögn
• Sjúkragögn t.d. vottorð frá lækni og/eða meðferðaraðila
• Kvittanir fyrir útlögðum kostnaði
• Lögregluskýrsla ef það á við
• Hægt er að sjá upphæð eigin áhættu á Mitt Sjóvá, á tryggingayfirliti og undir skírteini sjúkratryggingar í Ferðavernd Fjölskylduverndar.