Við leggjum mikla áherslu á að draga úr umhverfisáhrifum og lágmarka sóun í allri tjónaþjónustu okkar
Við vinnum að fjölmörgum verkefnum sem hafa það að markmiði að draga úr umhverfisspori, um leið og þau hjálpa okkur að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu.
Við leggjum okkur fram um að styðja við hringrásarhagkerfið með því að vinna að forvörnum og gera við, endurnota og nýta þá hluti sem verða fyrir tjóni.
Við leggjum áherslu á að stuðla að sjálfbærni í allri virðiskeðju okkar. Því förum við fram á að allir birgjar okkar, verkstæði, iðnaðarmenn og fleiri, undirriti siðareglur birgja Sjóvá sem ramma inn áherslur okkar og samstarfsaðila okkar í sjálfbærnimálum,