Neyðar­þjónusta erlendis

SOS International sérhæfir sig í neyðaraðstoð við fólk á ferðalagi vegna alvarlegra slysa og veikinda. Ef þú ert með ferðatryggingar áttu rétt á þjónustu SOS International.

Neyðarnúmer SOS International er +45 70 10 50 50. Þú getur líka haft samband beint við okkur hjá Sjóvá á opnunartíma í + 354 440 2000.

SOS International

Sími: + 45 70 10 50 50

Netfang: sos@sos.dk

Veffang: www.sos.dk

Þjónusta SOS felst meðal annars í því að staðfesta að ferðatrygging sé til staðar, veita ráðgjöf, eiga samskipti við sjúkrastofnanir og aðstandendur og aðstoða við heimflutning ef þess þarf.

Minniháttar veikindi og slys á ferðalögum erlendis