Innsýn Sjóvá er einföld fjarskoðunarlausn sem gerir okkur mögulegt að þjónusta þá sem lenda í tjóni hraðar.
Með Innsýn geta sérfræðingar okkar skoðað tjónsmuni og vettvang tjóna í gegnum snjalltækið þitt.
Við sendum þér einfaldlega sms með hlekk sem þú smellir á og þá tengist þú myndsímtali við sérfræðing okkar.
Þú getur komið réttum upplýsingum um umfang og aðstæður á vettvangi tjóns strax til okkar í gegnum Innsýn og við getum klárað afgreiðslu málsins fyrr en annars.
Ef tjónið er nýbúið að eiga sér stað getum við líka leiðbeint þér hvernig þú getur lágmarkað afleiðingar þess.
Með minni akstri sérfræðinga okkar og viðskiptavina drögum við saman úr kolefnisspori og spörum tíma.
Notkun Innsýnar kom sem dæmi í veg fyrir yfir 42 þúsund km akstur sérfræðinga okkar á árinu 2023. Viðskiptavinir spara líka töluverðan akstur þar sem þeir þurfa ekki að gera sér ferð til að hitta okkur á tjónsstað.
Alls ekki! Viðskiptavinir okkar sem hafa nýtt sér þessa leið hafa talað um hversu einföld og þægileg hún er í notkun, líka þeir sem töldu sig ekki búa yfir góðri tæknikunnáttu. Við hvetjum þig því endilega til að prófa, ef lausnin hentar þér ekki þá finnum við rétta leið fyrir þig.
Þegar þú samþykkir notkunarskilmálana fyrir Innsýn vetiri þú tjónamatsmanni okkar aðgang að myndavélinni í símanum þínum. Hann sér aðeins það sem þú beinir myndavélinni að (það sem þú sérð á skjánum), staðsetningu þína og stöðuna á hleðslunni en hefur ekki aðgang að neinum öðrum upplýsingum í símanum þínum.
Gögnin sem verða til eru aðeins nýtt við úrvinnslu tjónsins og er öll notkun á þeim í samræmi við persónuverndarstefnu okkar.
Áður en þú tengist Innsýn færðu senda notkunarskilmála sem þú annað hvort samþykkir eða hafnar. Í skilmálunum er farið yfir það efni sem þú samþykkir vinnslu á með því að tengjast Innsýn, það er myndefni sem sést í gegnum myndavél, hljóðefni og upplýsingum um staðsetningu. Þar minnum við þig á að beina myndavélinni aðeins að þeim munum sem tengjast tjóna- eða ástandsskoðuninni.
Við höfum notað Innsýn mest við vettvangs- og munaskoðun í eignatjónum, t.d. þegar vatnsleki verður á heimilum. Notkunarmöguleikarnir eru þó miklir og munum við halda áfram að þróa þessa leið áfram til að geta veitt viðskiptavinum okkar stöðugt betri þjónustu.