Lausafjármunir geta verið allt frá vörum eða hráefni til umbúða, húsmuna, innréttinga, véla, verkfæra og fleira.
Við bjóðum upp á ýmsar tryggingar sem tryggja lausafjármuni fyrirtækja fyrir helstu tjónum.
Eignatrygging lausafjár tryggir vélar, tæki og áhöld gegn helstu tjónum með brunatryggingu, vatnstjóns- og fokstryggingu, auk valkvæðrar innbrotstryggingar.
Glertryggingin greiðir brot á venjulegu sléttu rúðugleri í húseign eftir að því hefur endanlega verið komið fyrir. Hægt er að tryggja sérstaklega litað, skreytt, sérslípað, bogið og sandblásið gler.
Einnig er hægt að tryggja sérstaklega gler- og plastskilti, glermerkingar og ljósabúnað.
Húftrygging vinnuvéla bætir tjón á tryggðri vinnuvél, sem verður vegna skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks.
Kæli- og frystivörutrygging bætir skemmdir á vörum vegna bilana, straumrofs eða annarra óvæntra atvika sem valda hitaaukningu eða leka á kælivökva.
Víðtæk eignatrygging bætir tjón á lausafé vegna skyndilegra og ófyrirsjáanlegra utanaðkomandi atvika, hvort sem um er að ræða tækjabúnað, vélar eða önnur verðmæti.
Tilkynna tjón
Gagnagátt
440 2000
Netspjall