Húftrygging vinnuvéla bætir tjón á tryggðri vinnuvél, sem verður vegna skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks.
Húftrygging vinnuvéla bætir tjón á vinnuvélum vegna skyndilegra atvika.
Hvað er tryggt? | Hvað er ekki tryggt? |
---|---|
Tryggingin greiðir bætur vegna: | Tryggingin greiðir ekki bætur vegna: |
Tjóna sem orsakast af skyndilegum, óvæntum og utanaðkomandi atvikum. | Vélarbilunar eða galla í efni. |
Slits sem leiðir af eðlilegri notkun vinnuvélar. |
Tryggingin bætir ekki afleidd tjón, svo sem afnotamissi eða aukaútgjöld vegna vinnu utan venjulegs vinnutíma.
Tryggingin gildir á Íslandi nema um annað sé samið.
Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.
Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.
Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.
Þér er skylt að fara eftir varúðarreglum í skilmálum, t.d. þeirri að um umhirðu vélarinnar sjái aðeins þeir sem hafa næga þekkingu til þess.
Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:
Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.
Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.
Fyrirtækjadreifingu, þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum greiðslum.
Tryggingin tekur gildi frá samþykkt tilboðs og endurnýjast árlega þar til henni er sagt upp.
Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.
Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.