Íþróttafélög

Öll íþróttafélög þurfa tryggingar fyrir starfsemi sína. Þá er mikilvægt að hafa í huga allt það sem tilheyrir rekstri félagsins hvort sem það eru starfsmenn á launaskrá, verktakar og iðkendur. Einnig húseignir og húsgögn, áhöld og tæki og annað sem fylgir rekstri félagsins s.s. mögulega skaðabótaábyrgð.

Tryggingar fyrir íþróttafélög

Við þekkjum þarfir íþróttafélaga og erum með sérfræðinga sem geta aðstoðað þig við að sníða tryggingarnar að þínum þörfum.

Sjóvá býður upp á allar nauðsynlegar tryggingar fyrir öll félög. Tryggingaþörf félaga er mismunandi eftir eðli og umfangi þeirra. Þess vegna leggur fyrirtækjaþjónusta Sjóvár áherslu á faglega ráðgjöf um tryggingar í samræmi við þarfir ykkar og að auki bjóðum við upp á ráðgjöf um forvarnir.