Tryggingar fyrir ferðalagið

Ferða­trygging

Ef þú ert að fara í ferðalag í langan tíma eða ætlar að klífa há fjöll, fara í fallhlífarstökk eða annað sem felur í sér sérstaka áhættu á ferðalagi erlendis, þá mælum við með að þú kaupir sérstaka ferðatryggingu. Tryggingin er þá sniðin að ferðalaginu þínu og gildir á meðan það stendur yfir.

Ef þú ert að fara í styttra fjölskyldufrí ættirðu hins vegar að vera með góðar ferðatryggingar í gegnum Ferðavernd í Fjölskylduvernd okkar eða í gegnum kortatryggingar þínar.

Algengar spurningar

Ferðatrygging

Hvers konar trygging er þetta?

Ferðatrygging er samsett trygging fyrir fólk á ferðalagi. Hún samanstendur af ferðaslysatryggingu, ferðasjúkra- og ferðarofstryggingu auk farangurstryggingar. Flestir þættir ferðatryggingar eru valkvæðir og þú getur sett trygginguna saman eins og þér hentar.

Sækja skilmála
Hvað er tryggt?
Hvað er ekki tryggt?
Ferðaslysatrygging greiðir bætur vegna: Ferðaslysatrygging bætir ekki:

Tímabundinnar óvinnufærni.

Slys sem verða í keppni eða við æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers konar íþróttum.

Varanlegrar læknisfræðilegrar örorku.

Slys sem verða á villidýraveiðum eða í ferðum sem teljast rannsóknarleiðangrar.

Dauða.

Ferðasjúkra- og ferðarofstrygging greiðir erlendan kostnað vegna:Ferðasjúkra- og ferðarofstrygging bætir ekki:

Læknishjálpar.

Kostnað vegna lyfja sem notuð eru án læknisráðs.

Sjúkrahúsvistar.

Kostnað vegna fæðingar eða fósturláts.

Nauðsynlegra lyfja.

Kostnað vegna meðferðar erlendis lengur en þrjá mánuði.

Farangurstrygging greiðir bætur vegna:Farangurstrygging bætir ekki tjón:

Bruna.

Sem verður ef hlutur gleymist eða hann týnist.

Þjófnaðar og skemmdarverka.

Sem verður ef skíði eða aðrir munir til íþróttaiðkunar skemmast við notkun.

Flutningsslysa.

Vegna skemmda á ferðatöskum.

Eru einhverjar takmarkanir á því sem tryggingin nær yfir?

  • Tryggingin bætir ekki tjón vegna náttúruhamfara eða tjón sem orsakast af stríði, hryðjuverkum, mengun eða viðlíka atburðum.

Hvar gildir tryggingin?

  • Tryggingin gildir á því ferðalagi erlendis sem tilgreint er í tryggingarskírteininu.

Hvaða skyldur hef ég?

  • Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.

  • Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á váryggingarskírteininu séu réttar.

  • Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.

Hvenær og hvernig greiði ég iðgjaldið?

Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:

  • Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.

  • Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.

  • Fyrirtækjadreifingu, þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum greiðslum.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

  • Tryggingin gildir á þeim tíma sem samið er um þegar hún er keypt.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

  • Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.

  • Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.

Evrópska sjúkratryggingarkortið

Ef þú ert að ferðast til Evrópu skaltu muna að hafa Evrópska sjúkratryggingakortið með þér.

Kortið veitir þér rétt til heilbrigðisþjónustu í öðrum EES löndum, Bretlandi og Sviss, og greiðir þú þá sama gjald fyrir heilbrigðisþjónustuna og þau sem eru tryggð í almannatryggingakerfi landsins.

Ef þú ert að ferðast með fjölskyldu þinni skaltu gæta að hafa sjúkratryggingakort allra fjölskyldumeðlima með þér.

Þú getur sótt um evrópska sjúkratryggingakortið og fengið meiri upplýsingar um það á vef Sjúkratrygginga á island.is.