Ferða­lög

Það skiptir miklu máli að vera rétt tryggður á ferðalögum erlendis. Sérstaklega er mikilvægt að skoða tryggingarnar ef þú ætlar að ferðast utan Evrópu, ef þú ert að fara í ferðalag í lengri tíma eða þú ætlar að taka þátt í einhverju sem felur í sér sérstaka áhættu, eins og fallhlífarstökki, klettaklifri eða köfun.

Athugið að mörg eru þegar með ferðatryggingar í gegnum kreditkortið sitt. Við mælum því með að þú farir vel yfir þessi mál, áður en þú bókar ferðina.