Aðrar upplýsingar
Hús í smíðum
Húsnæðis og mannvirkjastofnun gefur út brunabótamat á byggingar þegar þær hafa náð byggingarstigi 4 og þá fyrst fá tryggingarfélög upplýsingar um framkvæmdina. Samkvæmt lögum um brunatryggingar nr. 48/1994 er húseigendum skylt að brunatryggja allar húseignir hvort sem þær eru fullbúnar eða í byggingu. Því er nauðsynlegt að húseigendur óski eftir brunatryggingu hjá sínu tryggingafélag þegar byggingarframkvæmd hefst og í framhaldinu láta uppfæra verðmæti brunatryggingar reglulega á byggingartímanum. Um leið og brunatrygging er komin í gildi fyrir fasteign þá greiðist sjálfkrafa iðgjald til Náttúruhamfaratrygginga Íslands og er fasteignin því tryggð fyrir náttúruhamförum.
Brunatrygging húseigna tekur eingöngu á því byggingarefni sem er skeytt við fasteignina og fellur sérhæfður búnaður ekki þar undir. Allur slíkur búnaður þarf að fara í eignatryggingu lausafjár. Á vefsíðu HMS er góð sundurliðun um hvað fellur undir brunabótamat fasteignar.
Við hvetjum alla sem eru í byggingarframkvæmdum til að sækja formlega um brunatryggingu hjá okkur með því að senda okkur póst á sjova@sjova.is Við þurfum að fá frá ykkur kennitölu vátryggingartaka, upplýsingar um verðmæti byggingarinnar eins og það er í dag og ef óskað er eftir eignatryggingu lausafjár þá þurfum við upplýsingar um verðmæti á lausafé sem komið er í bygginguna.
Smíðatrygging
Tímabundin trygging sem hægt er að kaupa sem viðbótarvernd við brunatryggingu, vegna endurbóta eða viðbyggingar við húsnæði.
Viðbótarbrunatrygging
Ef þú telur að brunabótamat sýni ekki rétt verðmæti húseignarinnar er hægt að sækja um viðbótarbrunatryggingu. Það er skilyrði bótaréttar að tryggingarfjárhæð lögboðnu brunatryggingar húseignarinnar nægi ekki til að bæta sannanlegt brunatjón.