Vernd fyrir börnin þín – einfalt, hagkvæmt og mikilvægt

Barna­trygging

Með því að kaupa barnatryggingu fyrir börnin þín getur þú mætt kostnaði og tekjumissi sem geta fylgt alvarlegum veikindum þeirra.

Barnatrygging verndar barnið líka fyrir tekjutapi sem það gæti orðið fyrir í framtíðinni af völdum slyss eða alvarlegra sjúkdóma.

Við mælum með að öll sem eiga börn undir 16 ára aldri kaupi fyrir þau barnatryggingu en hún kostar aðeins 1.079 kr. á mánuði.

Spurt og svarað

Barnatrygging

Hvers konar trygging er þetta?

Barnatrygging er samsett trygging sem verndar barnið fyrir framtíðartekjutapi sem slys eða alvarlegir sjúkdómar geta valdið auk þess sem hún kemur til móts við foreldra sem verða fyrir tekjumissi og ófyrirséðum kostnaði vegna veikinda andláts barna.  

Sækja skilmála
Hvað er tryggt?
Hvað er ekki tryggt?
Framtíðarvernd greiðir barni bætur vegna:Framtíðarvernd greiðir ekki bætur:

Læknisfræðilegrar örorku af völdum sjúkdóms eða slyss.

Vegna slysa sem teljast ekki vera af völdum skyndilegs og óvænts atburðar.

Aðlögunarvernd greiðir:Aðlögunarvernd greiðir ekki bætur:

Bætur ef veikindi eða slys leiða til þess að barnið verði metið til læknisfræðilegrar örorku.

Vegna læknisfræðilegrar örorku sem er metin lægri en 10%.

Umönnunarvernd greiðir:Umönnunarvernd greiðir ekki bætur:

Bætur til forráðamanns ef barnið þarf að liggja á sjúkrahúsi eða þarfnast sólarhringsaðhlynningar á heimili.

Ef áður hefur verið greitt vegna aðhlynningar af völdum sama sjúkdóms eða slyss.

Styrk ef barn þarf að gangast undir læknisaðgerð erlendis.

Vegna læknisaðgerða sem eru framkvæmdar hér á landi.

Sjúkdómavernd greiðir bætur ef barnið greinist með:Sjúkdómavernd greiðir ekki bætur ef barnið greinist með:

Krabbamein.

Vegna setbundinna krabbameina.

MS-Sjúkdóm.

Ef einkenni frá taugakerfi vara skemur en í sex mánuði.

Sykursýki 1.

Ef insúlínmeðhöndlun stendur í þrjá mánuði eða skemur.

Alvarleg brunasár.

Vegna brunasára sem ná ekki 3. stigi.

Slímseigusjúkdóm (Cystic fibrosis).

Vegna skammvinns lungnasjúkdóms.

Liðagigt.

Vegna liðbólgna af völdum sýkingar.

Alnæmi (AIDS) vegna stunguóhapps.

Vegna sáraristilbólgu og Crohn‘s sjúkdóms sem eru ekki greind af sérfræðingi.

Sáraristilbólgu (Colitis Ulcerosa).

Vegna heilahimnubólgu af völdum sníkjudýra.

Crohn‘s sjúkdóm.

Vegna æxlis í heiladingli.

Heilahimnubólgu af völdum bakteríusýkingar.

Ef lækning með öðrum hætti en líffæraflutningi er möguleg.

Góðkynja heilaæxlis.

Vegna afturkræfrar nýrnabilunar.

Líffæraflutninga.

Lokastigs nýrnasjúkdóms.

Líftryggingarvernd greiðir bætur ef:Líftryggingarvernd greiðir ekki bætur vegna:

Barnið deyr á gildistíma tryggingarinnar.

Sjúkdóma sem sýndu einkenni áður en tryggingin tók gildi.

Eru einhverjar takmarkanir á því sem tryggingin nær yfir?

  • Vátryggingin nær ekki til barna sem eru yngri en eins mánaða eða eldri en 20 ára.

Hvar gildir tryggingin?

  • Barnatrygging gildir hvar sem er í heiminum.

Hvaða skyldur hef ég?

  • Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.

  • Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.

  • Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.

  • Þér ber að fara eftir varúðarreglum í skilmálum.

Hvenær og hvernig greiði ég iðgjaldið?

Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:

  • Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.

  • Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

  • Tryggingin tekur gildi við móttöku skriflegrar og fullbúinnar umsóknar frá þér, að því gefnu að hún verði samþykkt. Með skriflegri umsókn er líka átt við þegar sótt er um rafrænt.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

  • Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.

  • Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift og gildir hún strax við móttöku.