Barnatrygging er góð viðbót við líf- og sjúkdómatrygginguna þína, og auðveldar fjölskyldunni að takast á við breyttar aðstæður.
Barnatrygging er fyrir börn frá eins mánaða aldri til 20 ára. Hún er samsett trygging sem verndar barnið fyrir framtíðartekjutapi sem slys eða alvarlegir sjúkdómar geta valdið auk þess sem hún kemur til móts við foreldra sem verða fyrir tekjumissi og ófyrirséðum kostnaði vegna veikinda barna.
Barnatrygging kostar aðeins 1.079 krónur á mánuði. Viðskiptavinir í Stofni fá 10% afslátt og einnig er veittur er 10% systkinaafsláttur.
Við vekjum athygli á að tryggingin nær hvorki til slysa sem áttu sér stað eða sjúkdóma sem voru greindir fyrir gildistöku hennar og afleiðinga þeirra. Hún undanskilur líka sjúkdóma sem greinast á fyrstu þremur mánuðunum eftir að hún tók gildi.
Umsóknarferlið er mjög einfalt, hægt er að sækja um barnatryggingu með því að smella á umsóknartakkann hér fyrir neðan og svara einni spurningu um heilsufar barnsins.
Þú getur opnað umsókn hérGreiddar eru bætur ef barnið greinist með einhvern eftirfarandi sjúkdóma:
Bætur sjúkdómaverndar eru 1.500.000 kr.
Ef trygging hefur verið í 2 ár og tryggingartaki barnatryggingar (yngri en 65 ára) fellur frá á gildistíma tryggingarinnar, greiðum við iðgjaldið og barnið er tryggt áfram til 20 ára aldurs.