Vernd fyrir tækin sem þú notar mest

Snjall­trygging

Það getur verið dýrt ef síminn, snjallúrið eða fartölvan verður fyrir tjóni og þú þarft að láta gera við tækið eða kaupa nýtt. Þess vegna mælum við með að þú kaupir Snjalltryggingu.

Snjalltrygging er hugsuð fyrir þá sem eru 18-25 ára og eru ekki fluttir að heiman. Með henni geta þau tryggt þessi verðmætu tæki, jafnvel betur en með hefðbundinni innbústryggingu.

Spurt og svarað

Upplýsingar um trygginguna

Hvers konar trygging er þetta?

Snjalltrygging er einföld trygging sem tryggir snjalltæki, tölvur, reiðhjól og rafhlaupahjól. Þessi trygging er hugsuð fyrir ungt fólk sem býr í foreldrahúsum og er eigin áhætta í henni lægri en í Fjölskylduvernd og afskriftir hægari, sem þýðir að útgreiddar bætur vegna tjóns geta verið hærri.

Sækja skilmála
Hvað er tryggt?
Hvað er ekki tryggt?
Tryggingin greiðir bætur vegna:Tryggingin bætir ekki:

Tjóna af völdum skyndilegra, utanaðkomandi orsaka.

Slit sem leiðir af eðlilegri notkun.

Þjófnaðar úr heimahúsi.

Þjófnað annars staðar en úr heimahúsi nema um innbrot sé að ræða.

Eru einhverjar takmarkanir á því sem tryggingin nær yfir?

  • Tryggingin nær ekki yfir tjón sem veldur eingöngu útlitsgalla en rýrir ekki notagildi hlutarins .

Hvar gildir tryggingin?

  • Snjalltrygging gildir á Íslandi og á ferðalögum erlendis í allt að 90 daga.

Hvaða skyldur hef ég?

  • Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.

  • Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.

  • Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.

  • Þér ber að fara eftir varúðarreglum í skilmálum, t.d. að fylgja leiðbeiningum framleiðanda um umhirðu.

Hvenær og hvernig greiði ég iðgjaldið?

Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í Netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:

  • Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.

  • Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

  • Tryggingin tekur gildi frá samþykkt tilboðs og endurnýjast árlega þar til henni er sagt upp.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

  • Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.

  • Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.