Ef innbúið sem þú ætlar að tryggja er ekki á heimili þínu, heldur til dæmis í geymslu utan heimilis, þá getur innbústrygging hentað best.
Fyrir þá sem vilja tryggja innbú á heimili sínu mælum við alltaf með Fjölskylduvernd.
Innbústrygging er samsett trygging þar sem brunatrygging er grunnurinn. Til viðbótar við hana er hægt að velja vatnstjóns- og innbrotstryggingar.
Hvað er tryggt? | Hvað er ekki tryggt? |
---|---|
Tryggingin bætir tjón á innbúi: | Tryggingin bætir ekki: |
Af völdum bruna, sprengingar eða skyndilegs sótfalls úr kynditækjum og eldstæðum. | Tjón vegna sviðnunar eða bráðnunar, t.d ef hlutur sviðnar frá straujárni. |
Ef vatn eða annar vökvi flæðir óvænt úr leiðslum hússins. | Tjón af völdum utanaðkomandi vatns, svo sem grunnvatns, úrkomu, flóða eða snjóbráðar. |
Af völdum innbrots í læsta íbúð, geymslu eða sumarbústað. | Tjón vegna þjófnaðar sem framinn er af einhverjum af þeim sem falla undir trygginguna. |
Tryggingin bætir ekki tjón af völdum náttúruhamfara
Tryggingin gildir á þeim stað sem tilgreindur er í vátryggingarskírteini.
Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.
Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.
Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.
Þér ber að fara eftir varúðarreglum í skilmálum, t.d. þeirri að sjá til þess að dyr, gluggar og önnur op inn á vátryggingarstað séu tryggilega læst og lyklar geymdir þannig að óviðkomandi hafi ekki aðgang að þeim.
Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:
Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.
Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.
Tryggingin tekur gildi frá samþykkt tilboðs og endurnýjast árlega þar til henni er sagt upp.
Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.
Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.