Þau flokkast sem afreksíþróttafólk sem stunda einstaklings- eða liðsíþróttir sem æfðar eru reglulega undir leiðsögn þjálfara á vegum félaga og samtaka sem hafa íþróttakeppni að tilgangi.
Athugið að þetta á við um öll þau sem eru orðin 16 ára og eldri. Þannig þarf til dæmis að tryggja 16 ára gamalt ungmenni sem æfir íþrótt af krafti og keppir reglulega sérstaklega, þó að það stundi æfingar og keppni meðfram fullu námi eða starfi.
Þessi takmörkun á þó ekki við um almenningsþátttöku í æfingum og keppni í golfi, götuhjólreiðum og víðavangs- eða götuhlaupi svo og öðrum íþróttum þar sem almenningi gefst kostur á þátttöku án sérstakra skilyrða.