Við vinnum eftir stefnu sem við höfum sett okkur um sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Markmið hennar er að stuðla að samþættingu þessara þátta við starfsemina.
Í stefnunni er litið til ólíkra þátta sjálfbærni; umhverfi, félagslegra þátta og stjórnarhátta og er henni m.a. ætlað að stuðla að sjálfbærum vexti til framtíðar.
Stefnan nær til allrar starfsemi Sjóvá og Sjóvá líf, stjórna, starfsfólks og annarra sem starfa á okkar vegum.
Umhverfisstefna Sjóvá er sett fram til að leggja áherslu á umhverfissjónarmið og tryggja að þau séu höfð að leiðarljósi í daglegum rekstri.
Með henni skuldbindum við okkur m.a. til að hafa umhverfismál til hliðsjónar í öllum rekstri okkar og að vinna markvisst að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif félagsins.
Mannréttindastefnan lýsir áherslum Sjóvá í mannréttinda- og jafnréttismálum og fjölbreytileika.
Markmið stefnunnar er að tryggja að Sjóvá uppfylli allar kröfur laga og reglna um þessi mál og sé í fararbroddi á þessum sviðum. Þannig viljum við stuðla að betra samfélagi og tryggja að við höfum á að skipa öflugum og fjölbreyttum mannauði sem býr við jöfn tækifæri.
Stefna Sjóvá um varnir gegn mútum og spillingu lýsir áherslum og aðgerðum okkar gegn mútum og spillingu.
Ekkert umburðarlyndi er hjá Sjóvá gagnvart mútum og spillingu og skal starfsfólk og aðrir sem koma fram fyrir hönd félagsins starfa á faglegan, sanngjarnan og heiðarlegan hátt í öllum viðskiptum og viðskiptasamböndum.
Skattastefnan lýsir markmiðum Sjóvár í skattamálum og tryggir að Sjóvá standi við skyldur sínar samkvæmt lögum og reglum.