Aðrar upplýsingar
Eignatrygging er ein af grundvallartryggingum fyrirtækja. Sem dæmi um aðrar mikilvægar tryggingar má nefna brunatryggingu fasteignar, húseigendatryggingu, rekstrarstöðvunartryggingu, ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar og samningsbundna slysatryggingu launþega.
Hvað er lausafé?
Lausafjármunir eða lausafé eru vörur líkt og hráefni, hálfunnar vörur og fullunnar, svo og umbúðir, húsmunir, innréttingar, vélar og annar rekstrarbúnaður til dæmis verkfæri og áhöld. Einnig ökutæki sem ekki eru skráningarskyld samkvæmt umferðarlögum.
Hvað er nývirði?
Nývirði er sú fjárhæð sem þurft hefði til kaupa á hlutum þeim, sem eyðilögðust eða skemmdust, með því verðlagi sem síðast var á slíkum hlutum áður en tjónið bar að höndum, án frádráttar vegna aldurs og notkunar en að frádreginni hæfilegri fjárhæð vegna verðrýrnunar sökum minnkaðs notagildis eða annarra atvika.