Tryggðu húsnæðið þitt gegn algengustu tjónum

Hús­eigenda­trygging

Í húseigendatryggingu höfum við sett saman nokkrar tryggingar fyrir húsaeigendur sem vernda þá fyrir öllum algengustu tjónum sem verða á húsnæði.

Brunatrygging á húseign er þó ekki innifalin þar sem eiganda húseignar ber skylda til að kaupa hana sérstaklega.

Upplýsingar um trygginguna

Hvers konar trygging er þetta?

Húseigendatrygging er samsett úr 8 tryggingum og bætir hún helstu tjón sem geta orðið á atvinnuhúsnæði. Hún er tekin til viðbótar við brunatryggingu húseigna.

Sækja skilmála
Hvað er tryggt?
Hvað er ekki tryggt?
Vatnstjónstrygging bætir:Vatnstjónstrygging bætir ekki:

Skemmdir af völdum vatns sem lekur skyndilega úr vatnsleiðslum innan veggja hússins.

Skemmdir af völdum vatns sem á upptök sín utan veggja hússins.

Skemmdir af völdum vatns sem flæðir úr hreinlætistækjum vegna mistaka eða skyndilegrar bilunar.

Skemmdir af völdum vatns sem þrýstist upp úr skolp- eða frárennslislögnum.

Skemmdir af völdum leka úr ísskápum og frystikistum.

Fok- og óveðurstrygging bætir:Fok- og óveðurstrygging bætir ekki:

Skemmdir á fasteigninni af völdum óveðurs þegar vindhraði nær 28,5 metrum á sekúndu eða meira.

Tjón á lausamunum utanhúss.

Tjón af völdum sandfoks.

Snjóþungatrygging bætir:Snjóþungatrygging bætir ekki:

Skemmdir á fasteigninni ef snjór sligar þak eða veggi hennar.

Tjón af völdum snjóflóða.

Tjón sem er afleiðing byggingagalla eða ófullnægjandi viðhalds.

Innbrotstrygging bætir:Innbrotstrygging bætir ekki:

Skemmdir á fasteigninni í kjölfar innbrots.

Húsaleigu fyrir lengri tíma en 6 mánuði eftir hvern vátryggingaratburð.

Húsaleigutrygging bætir:Glertrygging bætir ekki:

Húsaleigu sem vátryggður tapar eða verður að greiða ef flytja þarf úr húsnæði vegna tjóns.

Tjón á skrautgleri og glerlistaverkum.

Tjón ef glerið rispast eða flísast upp úr því.

Tjón á völdum móðu á milli glerja.

Glertrygging bætir:Sótfallstrygging bætir ekki:

Skemmdir á ísettu gleri í fast- eign ef það brotnar.

Tjón sem fást bætt úr brunatryggingu húseignarinnar.

Sótfallstrygging bætir:Ábyrgðartrygging húseigenda bætir ekki:

Skemmdir á húseign vegna skyndilegs og óvænts sótfalls frá kynditækjum eða eldstæðum.

Tjón á munum sem hinn tryggði hefur að láni, til leigu eða eru af öðrum ástæðum í vörslu hans.

Ábyrgðartrygging húseigenda bætir:

Tjón sem húseigandi er gerður ábyrgur fyrir samkvæmt skaðabótalögum, til dæmis ef gestkomandi slasast vegna ófullnægjandi frágangs.

Eru einhverjar takmarkanir á því sem tryggingin nær yfir?

  • Tryggingin bætir ekki tjón af völdum náttúruhamfara eða tjón sem orsakast af stríði, hryðjuverkum, mengun eða viðlíka atburðum.

Hvar gildir tryggingin?

  • Tryggingin gildir á þeim stað sem er tilgreindur í vátryggingarskírteini.

Hvaða skyldur hef ég?

  • Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.

  • Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.

  • Þér er skylt að fara eftir varúðarreglum í skilmálum, t.d. þeirri að þér beri að hreinsa frá niðurföllum við húseignir svo snjór, klaki eða óhreinindi stífli þau ekki.

Hvenær og hvernig greiði ég iðgjaldið?

Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú getur dreift greiðslum með:

  • Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.

  • Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.

  • Fyrirtækjadreifingu þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum greiðslum.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

  • Tryggingin tekur gildi frá samþykkt tilboðs og endurnýjast árlega þar til henni er sagt upp.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

  • Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.

  • Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.