Húseigendatrygging er samsett trygging úr 8 þáttum og tekur til helstu tjóna sem geta orðið á húseigninni annarra en brunatjóna.
Í húseigendatryggingu höfum við sett saman nokkrar tryggingar fyrir húsaeigendur sem vernda þá fyrir öllum algengustu tjónum sem verða á húsnæði.
Brunatrygging á húseign er þó ekki innifalin þar sem eiganda húseignar ber skylda til að kaupa hana sérstaklega.
Húseigendatrygging er nauðsynleg öllum eigendum húsnæðis en hún tryggir þá fyrir tjónum á því sem tilheyrir fasteigninni sjálfri, svo sem tjón á gólfefnum, gluggum og innréttingum.
Tryggingarfjárhæðin miðast við brunabótamat húseignarinnar eins og það er skráð hjá fasteignaskrá.
Upptalningin er ekki tæmandi, kynntu þér skilmála húseigendatryggingar. Eigin áhætta er mismunandi eftir tjónsatvikum, en upphæð eigin áhættu kemur fram í skírteininu þínu.
Tryggingarfjárhæðin miðast við brunabótamat húseignarinnar hverju sinni. Hægt er að velja mis víðtæka vatnstjónstryggingu, með eða án eigináhættu.
Vátryggingarfjárhæðin miðast við brunabótmat húseignarinnar hverju sinni. Hægt er að velja misvíðtæka vatnstjónstryggingu, með eða án eigináhættu.