Hvað er ábyrgðartrygging fyrir atvinnurekstur?
Ábyrgðartryggingu er ætlað að mæta skaðabótakröfum sem geta fallið á þig, sem atvinnurekanda eða fyrirtækið þitt, ef aðrir verða fyrir tjóni vegna starfseminnar. Þetta geta bæði verið tjón á eignum og líkamstjón og er oft um háar fjárhæðir að tefla. Tryggingin er gjarnan nefnd frjáls ábyrgðartrygging þar sem ekki er skylt að kaupa hana samkvæmt lögum.
Tryggingin nær til:
- Skaðabótakrafna vegna líkamstjóna og skemmda á munum sem rekja má til atvinnurekstursins.
- Skaðabótaábyrgðar sem fellur á þig sem eiganda eða notanda húss sem þú notar fyrir atvinnurekstur þinn.
- Skaðsemisábyrgðar, þegar tjón verður vegna hættulegra eiginleika vöru sem þú framleiðir og/eða selur.
Tryggingin bætir ekki tjón á:
- Hlutum sem þú átt einn eða með öðrum
- Munum vegna eldsvoða
- Hlutum sem þú hefur að láni, leigu eða eru af öðrum ástæðum í vörslu þinni.
Tryggingin tekur ekki til skaðsemisábyrgðar erlendis nema sérstaklega sé um það samið.