Stofn er vildarþjónustan okkar. Ef þú ert í Stofni færðu 10% afslátt af algengustu tryggingum og endurgreiðslu eftir tjónlaust ár. Þér bjóðast líka ýmis tilboð og fríðindi hjá samstarfsaðilum okkar um land allt.
Ef þú kaupir Fjölskylduvernd eða Snjalltryggingu og tvær aðrar tryggingar (til dæmis ökutækjatryggingu og sjúkdómatryggingu), þá ferðu sjálfkrafa í Stofn. Hér sérðu hvaða tryggingar þú getur sett saman til að komast í Stofn.
Þau sem eru tjónlaus og eru í Stofni geta fengið endurgreiðslu einu sinni á ári. Páll hefur til dæmis fengið endurgreiðslu 17 sinnum á þeim 20 árum sem hann hefur verið í viðskiptum. Hin árin fékk hann skjóta og góða tjónaþjónustu, þegar hann þurfti á henni að halda.
Ef þú ert í Stofni bjóðast þér ýmis tilboð og fríðindi hjá samstarfsaðilum okkar, eins og afslættir á barnabílstólum, öryggisvörur fyrir heimilið, afsláttur af dekkjum og margt fleira. Þú færð líka 10% afslátt af algengustu tryggingum.
Ef það springur á dekki, rafgeymirinn verður straumlaus eða bíllinn bensínlaus þá kemur Vegaaðstoð Sjóvá til bjargar. Viðskiptavinir okkar í Stofni geta fengið ókeypis vegaaðstoð víða um land með því að hringja í 440-2222.
Tilkynna tjón
Gagnagátt
440 2000
Netspjall