Ef þú ert með allar tryggingarnar þínar á endurnýjun á sama degi (hefur valið einn gjalddaga) endurgreiðum við þér mánuði eftir endurnýjun trygginganna.
Ef þú hefur valið að dreifa endurnýjun trygginganna yfir árið endurgreiðum við þér í febrúar á ári hverju.
Endurgreiðslutímabilið er þá vegna iðgjalda sem tilheyra árinu á undan. Iðgjald er greitt af hverri tryggingu fyrir það tímabil sem hún gildir og getur endurgreiðslutímabilið því verið annað en gildistími trygginganna.