Lögboðin ökutækjatrygging bætir tjón sem tjónvaldur er gerður ábyrgur fyrir samkvæmt umferðalögum. Þetta eru meðal annars:
Tjón vegna slysa ökumanna þeirra ökutækja sem lenda í umferðaróhappi.
Tjón á farþegum þeirra ökutækja sem lenda í umferðaróhappi.
Tjón vegna slysa gangandi eða hjólandi vegfarenda sem lenda í umferðaróhappi.
Tjón á eigum annarra en ökumanns og eiganda þess ökutækis sem veldur tjóninu.
Tryggingin bætir ekki:
Tjón á því ökutæki sem veldur tjóninu
Tjón á eigum þess tryggða nema það sé tjón á annarri bifreið.
Upptalningin er ekki tæmandi. Kynntu þér skilmála tryggingarinnar.
Hvað hefur áhrif á iðgjaldið?
Notkun ökutækis hefur áhrif á iðgjaldið, það er til dæmis ekki sama iðgjald fyrir bíl sem er notaður sem einkabíll og leigubíll.
Búseta hefur áhrif á iðgjaldið það er til dæmis ekki sama iðgjald í Reykjavík og á Ísafirði.
Viðaukar sem eru keyptir til dæmis vegna þess að ökutækið er notað í aksturskeppni eða verið er að leigja það út hluta úr ári.
Tjónasaga viðkomandi. Einnig getur viðskiptasaga skipt máli.
Aldurssamsetning fjölskyldumeðlima.
Viðskiptavinir í Stofni fá afslátt af iðgjaldi og tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir fá einnig Stofnendurgreiðslu af iðgjaldi lögboðinnar ökutækjatryggingar einkabíla og mótorhjóla.