Ef þú ætlar að fara með ökutæki úr landi þarftu að fara vel yfir ökutækjatryggingar þínar fyrst og hvort þær gilda í þeim löndum sem þú ætlar að ferðast til.
Hægt er að gefa út svokallað Grænt kort sem staðfestir að ábyrgðartrygging sé í gildi á ökutækinu en ekki eru öll lönd aðilar að samstarfinu um Græna kortið.
Í löndum sem eiga aðild að Græna kortinu:
Í löndum sem eiga ekki aðild að Græna kortinu:
Græna kortið er staðfesting á því að ábyrgðartrygging (sem er hluti af lögboðinni ökutækjatryggingu) sé í gildi á ökutækinu. Því er mikilvægt að hafa það meðferðis þegar ekið er á ökutækinu erlendis.
Til að fá Græna kortið hefurðu samband við okkur á netspjallinu, í s. 440 2000 eða á sjova@sjova.is. Ekki þarf að greiða fyrir Græna kortið.
Það gildir fram að næstu endurnýjun tryggingarinnar. Ef ökutækið er erlendis lengur þarf að sækja nýtt Grænt kort.
Kaskótryggingu gildir á ferðalagi í Evrópu í allt að 90 daga og í nauðsynlegum flutningi á milli landa. Ef þú ætlar að vera lengur en í 90 daga á ferðalagi í Evrópu þarftu að kaupa viðauka við kaskótrygginguna.
Nei, kaskótrygging bætir ekki tjón af völdum þjófnaðar í erlendis. Þú getur hins vegar keypt aukatryggingu vegna þjófnaðar erlendis. Til að gera það skaltu hafa samband við okkur á netspjallinu, í síma 440 2000 eða á sjova@sjova.is.
Ef lán er á ökutækinu þarftu að fá skriflegt leyfi frá viðkomandi fjármögnunarfyrirtæki til að fara með það úr landi.
Nei, það er til dæmis ekki hægt að gefa út Grænt kort á ökutæki sem eru tryggð eru sem fornbílar.
Ef þú ferð með ökutæki til annarra landa en þeirra sem eru aðilar að samstarfinu um Græna kortið, eins og til Bandaríkjanna eða Kanada, þarftu að hafa samband við tryggingarfélög í þeim löndum til að tryggja ökutækið.
Mikilvægt er að þú tilkynnir tjónið til okkar sem fyrst. Ef gera þarf við bílinn erlendis hafðu þá samband við okkur fyrst.