Þú getur breytt
Þú getur alltaf lagt inn til að hækka sparnaðinn eða breytt samsetningu sparnaðar, hækkað eða lækkað mánaðargreiðslurnar. Lágmarksfjárhæð líftryggingar er kr. 250.000 og lágmarks mánaðargjald er 6.000 krónur á mánuði
Auðvelt að skipta
Ef almennri líftryggingu er breytt yfir í Sparnaðarlíftryggingu þarf ekki að fylla út nýja heilsufarsyfirlýsingu nema verið sé að hækka líftryggingarfjárhæð.
Iðgjaldatrygging
Iðgjaldatrygging er viðbótartrygging, þar sem tryggingartaki sparar áfram þó starfsorka skerðist tímabundið um 2/3 eða meira. Ekki seld eldri en 55 ára og gildir lengst til 65 ára aldurs.
Skattamál
Við útborgun sparnaðar í samningslok er greiddur fjármagnstekjuskattur af ávöxtun eins og skattalög kveða á um. Bætur líftryggingarinnar eru hins vegar skattfrjálsar.
Upphafskostnaður
Upphafskostnaður Sparnaðarlíftryggingar er fyrstu 5 mánaðargreiðslurnar. Upphafskostnaður greiðist einnig af hækkun ef mánaðargreiðslur eru hækkaðar á fyrstu 5 árum samningstímans.
Iðgjald líftryggingar
Iðgjald líftryggingar fer stiglækkandi eftir því sem sparnaður eykst.
Lágmarksgreiðsla
Lágmarksgreiðsla er kr. 6.000 á mánuði eða kr. 72.000 á ári. Mánaðarleg greiðsla er ákveðin í upphafi og breytist í samræmi við vísitölu neysluverðs. Lágmarksfjárhæð þarf þó að standa undir iðgjöldum þeirra trygginga sem standa á bakvið samninginn. Ekkert hámark er á mánaðarlegum greiðslum.
Hvað gerist við lok samningstímans ef sparnaðurinn hefur ekki náð líftryggingarfjárhæðinni?
Tryggingartaki á rétt á að halda þeirri líftryggingarfjárhæð sem er í gildi þegar samningi lýkur eða til 70 ára.
Frekari upplýsingar
- Þóknun (2%) er dregin af hverri mánaðargreiðslu áður en einingar eru keyptar.
- Árlega reiknast 0,5% af sparnaði vegna umsýslugjalds.
- Bætur líftryggingar eru greiddar þeim sem hinn tryggði skráir sem rétthafa samkvæmt samningi.
- Ef samningi er slitið á fyrstu 10 árunum fylgir því kostnaður. Á fyrstu 5 árum frá undirritun samnings er kostnaðurinn tvær mánaðargreiðslur. 5- 10 árum frá undirritun samnings er kostnaðurinn ein mánaðargreiðsla.
Þú getur sent fyrirspurnir og ósk um breytingar til: sjovalif@sjova.is eða haft samband við okkur í síma 440 2000.
Hvernig nálgast ég eigna- og viðskiptaryfirlit fyrir mína sparnaðarlíftryggingu?
Þú skráir þig inn á Mitt Sjóvá. Þegar þú hefur skráð þig þar inn finnur þú upplýsingar um sparnaðarlíftrygginguna með því að smella á Fjármál > Fjárhagsyfirlit og velur Sparnaðarlíftrygging úr fellilistanum og ýtir á hnappinn Sækja yfirlit.