Athugið Sparnaðarlíftrygging er ekki til sölu lengur, upplýsingar hér fyrir neðan eru ætlaðar viðskiptavinum sem eru með slíka tryggingu í gildi.
Þú getur alltaf breytt samsetningu sparnaðar eða lækkað mánaðargreiðslurnar. Lágmarksfjárhæð líftryggingar er kr. 250.000 og lágmarks mánaðargjald er 6.000 krónur á mánuði.
Við útborgun sparnaðar í samningslok er greiddur fjármagnstekjuskattur af ávöxtun eins og skattalög kveða á um.
Ef fyrirtæki greiðir sparnaðinn þinn ber þér að telja greiðslur sparnaðarlíftryggingarinnar fram sem hlunnindi á skattframtali.
Upphafskostnaður Sparnaðarlíftryggingar er fyrstu 5 mánaðargreiðslurnar.
Þóknun (2%) er dregin af hverri mánaðargreiðslu áður en einingar eru keyptar. Árlega reiknast 0,5% af sparnaði vegna umsýslugjalds.
Mánaðarleg greiðsla er ákveðin í upphafi og breytist í samræmi við vísitölu neysluverðs. Lágmarksgreiðsla er kr. 6.000 á mánuði. Lágmarksfjárhæð þarf þó að standa undir iðgjöldum þeirra trygginga sem standa á bakvið samninginn.
Í lok samnings færð þú sparnaðinn greiddan út ásamt ávöxtun. Þú getur líka framlengt hann.
Við andlát fá rétthafarnir sem þú valdir greidda út líftryggingarfjárhæðina. Sé sparnaðurinn þinn auk ávöxtunar orðin hærri en líftryggingarfjárhæðin sem þú valdir í upphafi, greiðist sparnaðurinn út sem líftryggingarfjárhæðin.
Tryggingartaki á rétt á að halda þeirri líftryggingarfjárhæð sem er í gildi þegar samningi lýkur eða til 70 ára.
Þú skráir þig inn á Mitt Sjóvá. Þegar þú hefur skráð þig þar inn finnur þú upplýsingar um sparnaðarlíftrygginguna með því að smella á Fjármál > Fjárhagsyfirlit og velur Sparnaðarlíftrygging úr fellilistanum og ýtir á hnappinn Sækja yfirlit.