Flutningstjón getur haft miklar fjárhagslegar afleiðingar og því mikilvægt að fyrirtæki og einstaklingar hugi vel að tryggingum á vörum í flutningi.
Flutningstrygging C bætir tjón á vörum í flutningi af völdum orsaka sem taldar eru upp í skilmálum.
Hvað er tryggt? | Hvað er ekki tryggt? |
---|---|
Tryggingin bætir tjón á vöru í flutningi ef: | Tryggingin bætir ekki tjón af völdum: |
Hún skemmist í eldi eða sprengingu. | Ásetnings eða stórkostlegs gáleysis hins tryggða. |
Ef skip eða flutningsfar strandar, sekkur eða því hvolfir. | Venjulegs leka, rýrnunar, eðlilegs slits og tæringar. |
Flutningsfari á landi hvolfir eða það fer út af spori. | Tafa, jafnvel þótt þær hafi orðið vegna bótaskylds tjóns. |
Losa þarf farm úr neyðarhöfn. |
Tryggingin bætir aldrei tjón sem stafar af því að skip eða annað farartæki var óhæft til öruggs flutnings á vöru.
Tryggingin gildir í flutningi á milli þeirra staða sem eru tilgreindir í vátryggingarskírteini.
Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.
Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.
Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.
Þér ber að fara eftir varúðarreglum í skilmálum.
Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa Í netbanka. Þú getur dreift greiðslum með:
Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.
Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.
Fyrirtækjadreifingu, þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum greiðslum.
Tryggingin tekur gildi um leið og flutningurinn sjálfur og gildir þar til varan er komin á þann áfangastað sem tilgreindur er í vátryggingaskírteini. Tryggingunni lýkur í síðasta lagi 60 dögum eftir að varan er komin á tilgreindan áfangastað.
Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.
Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.