Upplýsingar um trygginguna

Hvers konar trygging er þetta?

Nótatrygging 1 bætir tjón á nótum sem verða m.a. af völdum bruna eða ef þær farast með skipi.

Sækja skilmála
Hvað er tryggt?
Hvað er ekki tryggt?
Tryggingin bætir: Tryggingin bætir ekki:

Tjón af völdum bruna.

Tjón af öðrum orsökum en getið er um hér til hliðar.

Kostnað vegna þátttöku í samtjóni, samtjónskostnaði og björgun.

Eru einhverjar takmarkanir á því sem tryggingin nær yfir?

  • Enda þótt nót hafi verið vátryggð fyrir ákveðinni upphæð, áskilur félagið sér rétt til að miða bætur fyrir algert tjón við sannvirði hennar eftir aldri hennar og ástandi.

Hvar gildir tryggingin?

  • Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum

Hvaða skyldur hef ég?

  • Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.

  • Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.

  • Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.

  • Þér er skylt að fara eftir varúðarreglum í skilmálum.

Hvenær og hvernig greiði ég iðgjaldið?

Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:

  • Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.

  • Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.

  • Fyrirtækjadreifingu, þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum greiðslum.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

  • Tryggingin tekur gildi frá samþykkt tilboðs og endurnýjast árlega þar til henni er sagt upp.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

  • Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt trygg- ingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.

  • Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.