Upplýsingar um trygginguna

Hvers konar trygging er þetta?

Húftrygging fiskiskipa er trygging fyrir skip, eðlilegt fylgifé þess, vistir og birgðir.

Sækja skilmála
Hvað er tryggt?
Hvað er ekki tryggt?
Tryggingin greiðir bætur:Tryggingin bætir ekki:

Vegna altjóns, t.d. ef skipið ferst eða skemmist það mikið að ekki er hægt að bjarga því eða gera við það.

Skemmdir vegna efnis-, smíða- eða viðgerðargalla.

Vegna kostnaðar við björgun og aðrar til varnar tjóni.

Tjón sem stafar af því að skipið var óhaffært þegar það lét úr höfn.

Ef skipið hverfur og ekki hefur spurst til þess í 90 daga.

Tjón sem stafar af ófullnægjandi viðhaldi, fúa, þreytu, tæringu eða sliti.

Til þriðja aðila (skaðabætur) ef árekstur verður við stjórn skipsins.

Skaðabótakröfu frá eiganda eða útgerðarmanni.

Sektir og refsiviðurlög.

Eru einhverjar takmarkanir á því sem tryggingin nær yfir?

  • Tryggingin bætir ekki tjón sem verður rakið til stríðs, óeirða, uppþots, verkfallsaðgerða eða annarra sambærilegra atburða.

Hvar gildir tryggingin?

  • Tryggingin gildir á meðan skip er í fiskveiðilandhelgi Íslands og ef skip fer ekki suður fyrir 48° norðlægrar breiddar og vestur fyrir 45° vestlægrar lengdar.

Hvaða skyldur hef ég?

  • Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.

  • Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.

  • Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.

  • Þér ber að fara eftir varúðarreglum í skilmálum.

Hvenær og hvernig greiði ég iðgjaldið?

Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:

  • Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.

  • Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.

  • Fyrirtækjadreifingu, þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum greiðslum.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

  • Tryggingin tekur gildi frá samþykkt tilboðs og endurnýjast árlega þar til henni er sagt upp.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

  • Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.

  • Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.