Óska eftir rafrænum reikningum

Á Mitt Sjóvá geta viðskiptavinir óskað eftir að fá reikninga senda rafrænt frá okkur á XML formi í gegnum skeytamiðlara. 

Útgáfa reikninga

  • Einn reikningur er útgefinn fyrir hvert tryggingaskírteini, iðgjaldsauka og eigin áhættu.
  • Tryggingaskírteinið, tilkynning um iðgjaldsauka eða eigin áhættu eru alltaf send sem PDF viðhengi með rafrænum reikningum.
  • Ein heildarupphæð er á reikningi en sundurliðun er að finna í viðhengi sem fylgir.
  • Mánaðarlega er send ein krafa fyrir viðskiptum mánaðarins eða samkvæmt samkomulagi um greiðsludreifingu.

Tækni og viðmið

Allir reikningar byggja á XML tækni og fylgja almennt tækniforskrift TS-136.

Þjónustuaðili

Skeytamiðlari Sjóvá er Unimaze.

Rafrænir reikningar til Sjóvá

Við tökum eingöngu á móti reikningum með rafrænum hætti, til dæmis frá birgjum okkar. Allar upplýsingar um hvernig á að skila reikningum til okkar má sjá hér.