Fyrstu viðbrögð við tjóni geta skipt miklu máli, bæði til að lágmarka skaðann og tryggja eigin öryggi og annarra.
Því fyrr sem þú tilkynnir tjónið því betri upplýsingar getur þú veitt og afgreiðsla málsins getur hafist hratt.
Ef um er að ræða slys á fólki, innbrot, þjófnað eða skemmdarverk hafðu samband við 112.
Ef um er að ræða alvarlegt slys eða bráð veikindi á ferðalagi erlendis getur þú hringt í SOS neyðarþjónustu í síma 0045 70 10 50 50.